Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 91
TVÆR NÆTUR 249 eða á. Kyrrðin mikla og skjannabirtan umhverfis hann, þessi hvítguli hálfdagur án mannaferða eða nokkurra tákna um líf — er það ekki eins og að þreifa á sjálfri óvissunni? Andspænis rís fjallið og varpar svörtum skugga; hér og þar standa einstakar strýtur upp úr skugganum, á þeim glóir silfrinbirta mánans með skörpum litbrigðum og afhjúpar dverg- furur og grátt berg. í vesturátt liggja hólar og hæðir, þar sem skiptast á snjófannir og svartir bergkollar, svo einmanalegir í tunglsljósinu, að engin orð fá lýst. Á hverju býli húka sofandi húsin með heimskum og sviplausum ásjónum. En undarlega hvít og hljóð teygir kirkjan turn sinn mót himni — eins og bænarákall, flýgur honum í hug. Þetta er nótt, sem engri skepnu þyrmir — nótt án miskunnar og hjartaþels. Hvað um það, hann opnar útidyrahurðina, — hér hefur hann komið áður. Máninn teiknar gula reiti á gólfið í loftsganginum; það marrar í sama gólfborðinu og síðast. En honum er ekki glatt í geði. í rauninni er hann ókunnur maður í þessu húsi, þrátt fyrir allt. Hann hlustar við dyrnar. Bara einn sofandi innan dyra. Smalapilturinn. En í rúminu hennar er einnig eitthvað kvikt; jú, hann heyrir það greinilega, það dregur andann hljóðlega og blávakandi, hlustar .... Það er tvennt, sem dregur andann. Hann stendur þarna lengi, höndin á dyrastafnum, annar fóturinn hálfvegis á lofti .. . það líður eilífðartími, og enn stend- ur hann eins og dæmdur . .. héðan kemst hann víst aldrei á brott. Þá heyrir hann hvískrað þarna inni, hvískrað lágt og hratt, og ein- hver snýr sér í rúminu. Hann hagræðir sér þar sem hann stendur, slepp- ir andanum þunglega; það brestur í öðru hnénu, og fóturinn er dof- inn, en heilinn er skír, annarlega skír og tómur. Hann stendur enn í sömu sporum, allt þar til andardrátturinn að hurðarbaki er orðinn jafn og eðlilegur. Við og við heyrist umlað lítið eitt, eins og í svefn- rofum. Loks er hann aftur úti undir beru lofti. Já, loksins. Og enginn hefur orðið hans var. Hann hlær kaldlega með sjálfum sér: Jú, það reyndist þá rétt — þetta, sem hafði kvisast. Hafði hann kannski ekki lagt trún- að á það? Hann gengur eftir akbrautinni og stikar stórum. Alla leið út að mynni Rauðsdals. Sezt þar á stein fyrst um sinn, á afvikinn stað. Gengur síðan fram á brautarmiðju og staðnæmist þar. Hann stendur þar til skórnir frjósa á fótum hans og kuldinn smýgur inn í hvern
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.