Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 91
TVÆR NÆTUR
249
eða á. Kyrrðin mikla og skjannabirtan umhverfis hann, þessi hvítguli
hálfdagur án mannaferða eða nokkurra tákna um líf — er það ekki eins
og að þreifa á sjálfri óvissunni? Andspænis rís fjallið og varpar svörtum
skugga; hér og þar standa einstakar strýtur upp úr skugganum, á þeim
glóir silfrinbirta mánans með skörpum litbrigðum og afhjúpar dverg-
furur og grátt berg. í vesturátt liggja hólar og hæðir, þar sem skiptast
á snjófannir og svartir bergkollar, svo einmanalegir í tunglsljósinu, að
engin orð fá lýst. Á hverju býli húka sofandi húsin með heimskum og
sviplausum ásjónum. En undarlega hvít og hljóð teygir kirkjan turn
sinn mót himni — eins og bænarákall, flýgur honum í hug. Þetta er
nótt, sem engri skepnu þyrmir — nótt án miskunnar og hjartaþels.
Hvað um það, hann opnar útidyrahurðina, — hér hefur hann komið
áður. Máninn teiknar gula reiti á gólfið í loftsganginum; það marrar í
sama gólfborðinu og síðast. En honum er ekki glatt í geði. í rauninni er
hann ókunnur maður í þessu húsi, þrátt fyrir allt. Hann hlustar við
dyrnar. Bara einn sofandi innan dyra. Smalapilturinn. En í rúminu
hennar er einnig eitthvað kvikt; jú, hann heyrir það greinilega, það
dregur andann hljóðlega og blávakandi, hlustar .... Það er tvennt,
sem dregur andann. Hann stendur þarna lengi, höndin á dyrastafnum,
annar fóturinn hálfvegis á lofti .. . það líður eilífðartími, og enn stend-
ur hann eins og dæmdur . .. héðan kemst hann víst aldrei á brott.
Þá heyrir hann hvískrað þarna inni, hvískrað lágt og hratt, og ein-
hver snýr sér í rúminu. Hann hagræðir sér þar sem hann stendur, slepp-
ir andanum þunglega; það brestur í öðru hnénu, og fóturinn er dof-
inn, en heilinn er skír, annarlega skír og tómur. Hann stendur enn í
sömu sporum, allt þar til andardrátturinn að hurðarbaki er orðinn
jafn og eðlilegur. Við og við heyrist umlað lítið eitt, eins og í svefn-
rofum.
Loks er hann aftur úti undir beru lofti. Já, loksins. Og enginn hefur
orðið hans var. Hann hlær kaldlega með sjálfum sér: Jú, það reyndist
þá rétt — þetta, sem hafði kvisast. Hafði hann kannski ekki lagt trún-
að á það?
Hann gengur eftir akbrautinni og stikar stórum. Alla leið út að
mynni Rauðsdals. Sezt þar á stein fyrst um sinn, á afvikinn stað.
Gengur síðan fram á brautarmiðju og staðnæmist þar. Hann stendur
þar til skórnir frjósa á fótum hans og kuldinn smýgur inn í hvern