Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 102
260
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
höfðu fengið í hendur málfræði- og orðabækur ásamt öðrum hjálpar-
gögnum, að aðrir gátu tekið þátt í útgáfustarfinu svo að notum kæmi,
en Islendingar stóðu eðlilega betur að vígi og standa enn vegna kunn-
áttu sinnar í tungunni. Það liggur í augum uppi að sú kunnátta skiptir
öllu máli þegar lesa þarf staði þar sem letrið er máð og dökknað, en
slíkir staðir eru því miður næsta algengir í íslenzkum skinnbókum.
En kunnáttu í tungunni er líka hægt að afla sér með námi og ástund-
un, og einstaka vísindamenn sem ekki voru íslenzkir hafa leyst af hendi
mikilvæg útgáfustörf, einkum á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þess-
arar aldar. Síðastur þeirra var Daninn Kr. Kálund, sem dó 1919. Síðan
hann leið liafa nauðafáir erlendir fræðimenn unnið að útgáfu íslenzkra
rita eftir handritum. Á þessu tímabili hefur ekki birzt nein útgáfa sem
danskur málfræðingur hefur séð um.
Þetta áhugaleysi er ekki sérstaklega danskt. I Stokkhólmi er varð-
veitt mikilvægt safn íslenzkra handrita, en í sambandi við það hafa ekki
heldur komið út sænskar útgáfur eða rannsóknir.
Ég hef hér fyrir framan mig yfirlit um það sem birzt hefur á árun-
um 1930—50 af útgáfum sem gerðar eru eftir íslenzkum handritum í
Árnasafni. Yfirlitið tekur aðeins til þeirra rita sem gefin eru út eftir
handritunum sjálfum, aftur á móti ekki til hinna sem styðjast við aðrar
útgáfur, en mikill fjöldi þeirra hefur verið gefinn út á íslandi; eins er
gengið fram hjá algerlega vélrænum ljósprentuðum útgáfum sem eiga
tilvist sína að þakka tækni en ekki vísindum.
Á skránni eru 40 rit. Af þessum 40 útgáfum hafa Islendingar séð um
35, um eina Norðmaður og íslendingur í félagi, eina Norðmaður, tvær
Englendingar, eina Hollendingur.
Sé ekki aðeins litið á fjölda ritanna, heldur fyrirferð þeirra og blað-
síðufjölda, verður skerfur Islendinga að tiltölu ennþá þyngri á met-
unum.
Hvað verður þá eftir af þeirri röksemd að handritin séu bezt komin
í Kaupmannahöfn vegna alþjóðlegra vísinda?
*
Nú munu menn bregða mér um það að ég hafi hér að framan sleppt
mikilsvarðandi atriði í málinu, sem sé því, að einstaka íslenzkir fræði-
menn hafi setið í embættum í Kaupmannahöfn og haft þar tækifæri til