Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 103
ÁRNASAFN OG VÍSINDIN
261
að sinna vísindum sínum, enn fremur að margar af útgáfunum sem
nefndar voru hafi verið kostaðar af dönsku fé. Því sé ekki hægt að
neita allri hlutdeild Danmerkur í þeim.
Þetta er algerlega rétt. Vegna ríkissambandsins voru áður fyrr þó
nokkur skilyrði fyrir íslenzka fræðimenn til þess að setjast að hér í landi
við sömu kjör og Danir. En þessi skilyrði eru ekki lengur til. Nú er að-
eins einn eftir skilinn, og íslenzkir fræðimenn eiga sér enga framtíð
í Kaupmannahöfn. Það eru því allar horfur á að Arnasafn verði aðal-
lega notað framvegis með því að ljá handritin til Islands; þau verða á
stöðugu flakki fram og aftur yfir hafið.
Það er líka rétt að dönsk félög eða danskir sjóðir hafa kostað jjriðj-
unginn af þessum 35 áðurnefndu útgáfum sem Islendingar hafa séð
um. Samt sem áður verður ekki öðru haldið fram en að fé það sem
handbært er til útgáfustarfsemi hér í landi sé allsendis ónógt, og að
vegna vísindanna sé þörf á miklu stórfelldara framtaki á þessu sviði.
Það væri líka hægt að segja „vegna íslands“, því að á meðan Árnasafn
er hér hefur það í för með sér sérstakar skyldur gagnvarl íslandi.
Menn munu nú spyrja — og með fullum rökum: Er útgáfustarfinu þá
ekki bráðum Iokið? Getur jjað verið að eftir sé svo firna mikið ógert
eftir að búið er að vera að gefa út íslenzk rit í nærri 300 ár?
Já, það er mikið ógert. Enginn sem þekkir ekki ástandið af eigin
raun getur gert sér í hugarlund hve mikið enn skortir. Með þessu er
ekki sagt að Árnasafn geymi enn ófundin snilldarverk sem bíði prent-
unar. Safnið er skrásett, og við vitum hvað í því er. Mjög verulegur
hluti ritanna, að meðtöldum öllum hinum merkustu, hefur verið gef-
inn út á prent í einhverri mynd. En útgáfurnar eru alltof oft úreltar,
gallaðar, láta í té ónóga eða beinlínis villandi vitneskju. Útgáfustarfið
hefur verið of fyrirhyggjulaust, of tilviljunarkennt, hefur skort fasta
stjórn og skipulag. Þau rit islenzkra bókmennta sem eru til í þvílíkum
útgáfum að segja megi að þar verði ekki um bætt, er víst hægðarleikur
að telja á fingrum sér.
Það starf sem á heima í handritasafninu og hvergi verður unnið
nema þar, er að bera saman handritin, að skrásetja það sem á milli ber,
að ákveða afstöðu þeirra hvers til annars og safna saman í útgáfu á
þessum grundvelli, á eins stuttorðan og greinagóðan hátt og hægt er,
öllu því sem rannsókn á handritunum getur leitt í ljós um elztu mynd