Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 116
274
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem heimavistarskólar eru í sveitum er börnunum venjulega skipt í
tvær deildir og hefur hvor deild þá 3^2 mánaðar kennslu. Flestir skólar
gagnfræðastigsins starfa 7—8 mánuði. Ég skal taka það fram, að ég
tel 7 mánaða námstíma mjög hæfilegan, og get ég fallizt á, að stytta
mætti námstímann, þar sem hanri er lengri en 7 mánuðir, þó með því
skilyrði, að tryggt sé, að skólaœskunnar bíði þroskandi og hagnýt störf
við hennar hœfi yfir sumartímann. En ef atvinnuleysið með öllu, sem
því fylgir, á að vera hlutskipti skólaæskunnar yfir sumarið, þá tel ég
hæpinn gróða að því að stytta skólatímann.
5. Kostnaður við skólamálin of mikill. Mjög oft heyrum við um það
talað, að það sé nú ef til vill gott og blessað að eiga alla þessa skóla,
en þeir séu bara svo óhæfilega dýrir í rekstri, að sá kostnaður sé að
sliga ríkissjóð, og þess vegna verðum við að lækka seglin. Við skulum
nú dálítið athuga staðreyndirnar í þessu máli. Ég hef hérna fyrir fram-
an mig fjárlög síðasta árs. Samkvæmt þeim eru tekjur ríkissjóðs áætl-
aðar kr. 284.714.827. Af þessari upphæð eru kr. 28.304.288 ætlaðar til
skólamála eða tæplega 10%. Ég þykist vita, að einhver hristi höfuðið
yfir þessari rosaupphæð, en þegar við athugum, að 25 þúsund nemend-
ur stunda nám í íslenzkum skólum, en það er nærri fimmti hluti þjóð-
arinnar, þá er maður blátt áfram undrandi yfir því, að skólahaldið
skuli ekki kosta meira. Og ef við tökum nú aðra liði til samanburðar,
þá sjáum við að á sömu fjárlögum er kr. 25.651.950 varið til vegamála
og kr. 20.266.675 til landbúnaðarmála. Ég held nú, að það sé engin
ofrausn að verja röskum 28 milljónum til skólamála, þegar rúmum 25
miljónum er varið til viðhalds og endurbóta á vegakerfi landsins og
rúmum 20 miljónum varið til stuðnings íslenzkum landbúnaði.
Þá má einnig geta þess, að framkvæmd skólalaganna hefur haft til-
tölulega mjög lítinn kostnað í för með sér, þar sem skólarnir voru þeg-
ar til, en starf þeirra aðeins verið samræmt. Nemendum hefur auðvitað
dálítið fjölgað við að bæta einu ári við skyldunámið, en þó minna en
ætla mætti, vegna þess að meiri hluti unglinga sótti framhaldsskóla
hvort eð var.
6. Skólanámið of einhliða. Verkleg kennsla vanrœkt. Hér er um að-
finnslu að ræða, sem á fyllilega rétt á sér. Skólar okkar hafa verið og
eru að mestu leyti einhliða bóknámsskólar, þar sem allt of lítil áherzla
er lögð á verklega kennslu. En þetta er ekki fyrst og fremst sök skól-