Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 121
FRIEDRICH IIÖLDERLIN 279 Svo gef saklaust vatn, 0 vængjum bú oss, tryggum hug Yfir að stíga og aftur hverfa. Að líkindum mun hver, sem þetta les, verða djúpt snortinn af þeirri hugartign, sem birtist í fyrstu ljóðlínunum fjórum, en veitast erfitt að finna botn í því sem á eftir fer. Erfitt er það einkum vegna þess, hve stíll Hölderlins, orðskipun og líkingaleikur koma framandi fyrir sjónir. Þar er sennilega ein af ástæðum þess, að Hölderlin var í útlegð dæmd- ur af 19. öldinni, sem hvorki vildi lesa verk hans að neinu ráði, né heldur gat það. Því var ekki þannig farið, að Hölderlin kostaði kapps um að vera áberandi eða sérkennilegur. Honum verður ekki skipað á bekk með þeim skáldum nútímans, sem það eitt verður um sagt, að þau leitist einungis við að brjóta lög málhefðarinnar til að seilast eftir nýjum formum — eða fjárstyrkjum. Skáldskapur Hölderlins er óþvingaður með öllu. I flókinmælum hans og fagurlegu dýpt er einskær tjáning hins innra manns, engu síður en í ljúfustu Ijóðstrengjum margra skálda, sem minni reynast. Skáldskapur Hölderlins krefst óvenju mikils af lesandanum sökum þess að hann er þrunginn óvenju voldugri skáld- mögnun. Og hvort sem skáldmögnun er af líffræðilegum eða efnafræði- legum toga, sjúklegum eða guðlegum, þá er hún staðreynd -—- og stork- ar allri útlistun. Hver sem hefur kennt sig knúinn til tjáningar á hrynj- andi tungu, í hendingum, í skáldskap, stundum nær því gegn eigin vilja, hefur skynjað þetta X — en naumast lengi. Eftir fáeinar ljóðlínur fer mögnunin forgörðum í orðastritinu, svo jafnvel mjög svo þokkaleg skáld verða að horfa uppá ljóðtýruna blakta á skari örfárra hendinga yfir flæmi af auðum pappír, sem krefst fleiri orða til að líkjast ljóði. Hölderlin gat neytt langvarandi skáldmögnunar, ef til vill að vild sinni, — hver veit um það? Hin lengri kvæði hans, svo sem „Patmos“ eða „Brauð og veig“ eða „Rín“, eru þrungin af Ijóðmögnuðum anda, þótt ekki séu þau ljóðræn. Oss nægir ekki minna en einbeiting athygli vorr- ar og alefli skilningsins til að grípa hugbrögðum og meta skáldmagnað ljóðrænt kvæði. Og þá krefst það óvenju mikillar og þrautseigrar at- orku af lesandans hálfu að meðtaka hvert erindið eftir annað af hrein- um skáldskap. Aðeins hið ytra bera kvæðin svip hugvitskveðskapar —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.