Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 121
FRIEDRICH IIÖLDERLIN
279
Svo gef saklaust vatn,
0 vængjum bú oss, tryggum hug
Yfir að stíga og aftur hverfa.
Að líkindum mun hver, sem þetta les, verða djúpt snortinn af þeirri
hugartign, sem birtist í fyrstu ljóðlínunum fjórum, en veitast erfitt að
finna botn í því sem á eftir fer. Erfitt er það einkum vegna þess, hve
stíll Hölderlins, orðskipun og líkingaleikur koma framandi fyrir sjónir.
Þar er sennilega ein af ástæðum þess, að Hölderlin var í útlegð dæmd-
ur af 19. öldinni, sem hvorki vildi lesa verk hans að neinu ráði, né
heldur gat það.
Því var ekki þannig farið, að Hölderlin kostaði kapps um að vera
áberandi eða sérkennilegur. Honum verður ekki skipað á bekk með
þeim skáldum nútímans, sem það eitt verður um sagt, að þau leitist
einungis við að brjóta lög málhefðarinnar til að seilast eftir nýjum
formum — eða fjárstyrkjum. Skáldskapur Hölderlins er óþvingaður
með öllu. I flókinmælum hans og fagurlegu dýpt er einskær tjáning
hins innra manns, engu síður en í ljúfustu Ijóðstrengjum margra
skálda, sem minni reynast. Skáldskapur Hölderlins krefst óvenju mikils
af lesandanum sökum þess að hann er þrunginn óvenju voldugri skáld-
mögnun. Og hvort sem skáldmögnun er af líffræðilegum eða efnafræði-
legum toga, sjúklegum eða guðlegum, þá er hún staðreynd -—- og stork-
ar allri útlistun. Hver sem hefur kennt sig knúinn til tjáningar á hrynj-
andi tungu, í hendingum, í skáldskap, stundum nær því gegn eigin
vilja, hefur skynjað þetta X — en naumast lengi. Eftir fáeinar ljóðlínur
fer mögnunin forgörðum í orðastritinu, svo jafnvel mjög svo þokkaleg
skáld verða að horfa uppá ljóðtýruna blakta á skari örfárra hendinga
yfir flæmi af auðum pappír, sem krefst fleiri orða til að líkjast ljóði.
Hölderlin gat neytt langvarandi skáldmögnunar, ef til vill að vild sinni,
— hver veit um það? Hin lengri kvæði hans, svo sem „Patmos“ eða
„Brauð og veig“ eða „Rín“, eru þrungin af Ijóðmögnuðum anda, þótt
ekki séu þau ljóðræn. Oss nægir ekki minna en einbeiting athygli vorr-
ar og alefli skilningsins til að grípa hugbrögðum og meta skáldmagnað
ljóðrænt kvæði. Og þá krefst það óvenju mikillar og þrautseigrar at-
orku af lesandans hálfu að meðtaka hvert erindið eftir annað af hrein-
um skáldskap. Aðeins hið ytra bera kvæðin svip hugvitskveðskapar —