Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 125
ÁRNI HALLGRÍMSSON: Syndaflóð og ísaldir i Ekki verður því neitað, að þekking manna og vald á náttúruöflunum hafi auk- izt geysilega á síðustu áratugum. En þrátt fyrir flugtækni, afstæðiskenningu og atómvísindi, fer því víðs fjarri, að könnunarskeið náttúruvísindanna sé á enda runn- ið. Enn í dag býr náttúran yfir þúsund ráðgátum, sem ekki hefur tekizt að leysa. I Alaska, í Norður-Síberíu og á Wrangeley í Norðuríshafinu hafa fundizt í jörðu mammútar, nashymingar og fleiri dýr, sem jarðklakinn hefur varðveitt svo vel, að það hefur jafnvel verið hægt að ákveða með fullri vissu fæðutegundirnar í maga þeirra og milli tannanna í skoltum þeirra. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að dýr þessi hafa nærzt rétt áður en þau fórust — og nærzt á gróðri, sem nú vex að- eins í hitabeltisloftslagi eða að minnsta kosti í heittempruðu loftslagi. Hvemig má það nú vera, að dýrin hafi getað nærzt á hitabeltisgróðri þarna norður frá? Og ef svo er, að á þessum breiddarstigum hafi fyrir eina tíð verið svo hlýtt sem gróðurleifarnar í maga þessara dýra henda til — hvernig stendur þá á því, að dýraskrokkarnir hafa varðveitzt óskemmdir í jörðu og ekki orðið rotnuninni að hráð, áður en loftslagið tók breytingum? Fram að þessu hefur enginn vísindamað- ur reynzt þess um kominn að gefa fullnægjandi svör við slíkum spurningum. Þarna er fólgin ein af óráðnum gátum náttúrunnar. I náttúrusögusafni New York-borgar má sjá steind fótspor eftir risaeðlur, sem voru ofan jarðar fyrir 110 milljónum ára, að talið er. Spor þessi, sem eru ca. 100 sinnum 70 sentimetrar að stærð, eru jafngreinileg og ný dýraspor, er markast í blautan jarðveg. Hið furðulega við þau er, að þau skuli hafa steinzt og varðveitzt, þar sem við vitum öll, að við venjulegar aðstæður hljóta dýraspor að þurrkast út og afmást á skömmum tíma. Enn furðulegra er þó hitt, að fundizt hafa steind för eftir regndropa, er markazt hafa í leðju, því eins og allir vita, sem hafa séð regn- dropa falla í leðju, eru förin eftir þá útmáð eftir örskamma stund. Víðs vegar um Ameríku hafa fundizt beinagrindur úr eðlum og öðrum forsögu- dýrum kasaðar saman í furðulega bendu og með slíkum hætti, að augljóst virðist að dýr þessi hafi öll farizt samtímis — sennilega á flótta — fyrir einhvern ægi- legan náttúruviðburð. Annars staðar hafa svo fundizt svipaðar dýradysir frá allt öðru jarðsögutímabili eða þúsundum ára seinna, að talið er. Nálægt Fairbanks í Alaska fundust þannig fyrir nokkrum árum slík kynstur af beinagrindum mammúta, vísunda, úlfalda, hesta, elgdýra, hjarta, Alaskaljóna, bjarna, úlfa og villikatta, að jafnvel tröllauknustu graftól Ameríkumanna sátu föst í beinahrönglinu. Hvers kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.