Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 127
SYNDAFLÓÐ OG ÍSALDIR 285 ísalda. Kenning þessi skýrir einnig það merkilega fyrirbæri, að fundizt hafa ýmsar leifar hitabeltisgróðurs á norðlægum slóðum, eins og á Grænlandi, Alaska, Norð- ur-Síberíu og víðar. Þá skýrist og sú furðulega staðreynd, að dýr, sem lifðu við hlýviðri og nærðust á hitabeltisgróðri, hafa allt í einu orðið fyrir skyndifrystingu, eins og raun ber vitni, og að margar dýrategundir virðast hafa liðið undir lok með snöggum hætti. Enn fremur fæst skýring á því, hvernig ýmis sérkennilega löguð fjöll eru til orðin, svo sem hið fræga Borðfjall við Höfðaborg í Suður-Afríku og svipaðar fjallamyndanir í Arizona og Nebraska í Ameríku. Form þessara fjalla hefur verið vísindamönnum ráðgáta, en samkvæmt kenningu Browns hafa þau feng- ið sína sérkennilegu lögun fyrir þrýsting gífurlegra flóðaldna. — Loks varpar kenning Browns nýju ljósi á hinar ævafornu sagnir um syndaflóð. En hvað veldur nú því, að jarðöxullinn hnykkist allt í einu svona hastarlega til? Brown hefur svarið á takteinum: Það, sem heldur jörðinni í jafnvægi og gerir það að verkum, að hún snýst um sinn norður-suður-öxul, en veltur ekki sitt á hvað, er sú staðreynd, að hún er ekki fullkomlega hnöttótt, ekki regluleg kúla. Þvermál hennar um miðjarðarlínu er nokkuru meira heldur en frá heimskauti til heimskauts. Þessi mismunur nemur þó ekki meiru en svo sem 20 kílómetrum og er því næsta lítill, ef miðað er við stærð hnattarins. En af því leiðir, að það þarf ekki mikið til að raska þessu jafn- vægi. Nú telur Brown, að jafnvægisástandinu sé stöðugt ógnað af þeim sökum, að jökulhettur heimskautanna verði þykkari og þyngri með hverri öld. Ekki vaxa þó jökulhettumar báðar jafn-hratt. Suðurhettan vex og þyngist miklu meira og miklu hraðar en norðurhettan. Nú er ísskjöldurinn á suðurskautinu orðinn um það bil 1500 metra þykkur. Undanfarið hefur hann verið langt um stærri og þykk- ari en sá við norðurskautið, og auk þess hvílir hann á miklu meginlandi, sem mun vera tvöfalt víðáttumeira en Ástralía. Miðflóttaafl þessa feikilega jökulbákns veld- ur því, að jarðöxullinn slingrar nokkuð til, svo að heimskautin eru lítið eitt á reiki, og hefur þetta verið á vitorði jarðfræðinga um nokkurt skeið. Jökulbáknið á suðurskautinu vex án afláts, segir Brown, vegna þess að úrkoman á þessu svæði nemur miklu meiru en leysingin og það, sem brotnar af jöklinum og berst á brott með hafstraumum. Auk þess heldur Brown því frara, að meginlandið undir jökl- inum verði smátt og smátt stærra og stærra (hækki?). Skjöldurinn allur — land og jökull — fær þannig sífellt meiri og meiri yfirvigt, unz miðflóttaafl hans verður svo mikið, að hnötturinn missir jafnvægið og steypist yfir sig. III Það væri misskilningur að ætla, að þessi bylta jarðarinnar, með tilheyrandi náttúruhamförum, hafi átt sér stað í eitt skipti, einhvern tíma í fyrndinni, og síðan ekki söguna meir. Brown telur engan vafa leika á því, að slíkir atburðir séu lög- málsbundnir, hafi átt sér stað hvað eítir annað og eigi eftir að gerast. Þetta verð- ur með nokkum veginn reglulegu millibili, á 6—8 þúsund ára fresti, að því er Brown reiknar með. Ekki verða allir hlutar jarðarinnar fyrir jafn-þungum búsifjum vegna hinnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.