Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 129
SYNDAFLÓÐ OG ÍSALDIR 28? frá miklu yngra jarSsögutímabili en steingervingarnir amerísku, sem getið var hér að framan. Frá enn öðrum tímabilum jarðsögunnar stafa aftur fundimir í Nýja- Skotlandi og Egyptalandi. Brown bendir einnig á það, að af jarðborunum megi ráða, að tiltekin svæði hafi til skiptis haft heimskautaloftslag og hitabeltisloftslag, og að skipt hafi um margsinnis. I Nýja-Skotlandi hafa fundizt steind tré í hverju laginu niður af öðru, með berg- eða leirlögum á milli. Gróðurlögin voru ekki færri en ellefu. Sama hef- ur og komið í ljós í þjóðgarði Bandaríkjamanna, Yellowstone Park, nema þar hafa fundizt seytján gróðurlög. Frá sviði fornleifafræðinnar er sömu sögu að segja, fullyrðir Brown. Við upp- gröft hinnar eldfornu borgar Kaldeanna, Ur í Mesópótamíu, hefur hvert fom- minjalagið niður af öðru komið í ljós. Þegar komið var niður á 15 metra dýpi, Jeit svo út sem þarna væri ekki meira að finna. Þá tók við leirlag, sem reyndist 3—4 metrar á þykkt. En er grafið var niður úr því, komu í ljós nýjar dásemdir — forn- minjar, sem augljóst var að heyrðu til allt öðru tímabili með gerólíkri menningu. I efri lögunum hafði fundizt fjöldi hluta úr eir. Ekkert slíkt var að finna undir liinu þykka leirlagi. Það var augljóst, að þarna var komið niður á leifar ævafornr- ar menningar, sem hafði ekki þekkt notkun málma. Aftur á móti voru þarna kynstur af leirkerabrotum, og höfðu leirker þessi verið máluð fagurlega. Þetta var því furðulegra sem engin svipuð leirker höfðu fundizt í hinum efri lögum. Fornfræðingar ætla, að þykka leirlagið hljóti að stafa frá flóði, sem hafi geng- ið yfir landið og eytt hinni fornu borg og íbúum hennar. Svo líða aldir og árþús- undir, þar til ný borg er reist á þessum stað. Og sú borg er reist af allt öðrum þjóðflokki, sem engin kynni hefur haft af hinni eldri menningu, t. d. ekki kunnað þá list að hrenna leirker og mála þau. Leirlög myndast af leðju, sem sekkur til botns í kyrru eða hægstreymu vatni. Fjögurra metra þykkt leirlag, fergt saman af ógnarþunga um þúsundir ára, hefur verið lengi að myndast. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga hafa liðið að minnsta kosti sex þúsund ár á milli leirkeramenningarinnar og eirmenningarinn- ar í Ur. í þessum staðreyndum meðal annarra leitar Brown kenningu sinni stuðnings. Eirmenninguna tengir hann við dögun mannlegrar sögu. Leirlagið telur hann hafa hlaðizt upp á tímabilinu þar á undan, þegar norðurskaut jarðar var í miðri Af- ríku. Leirkeramenningin er frá enn eldri tíma; þá mun hafa verið temprað lofts- lag í Mesópótamíu, en norðurskautið sennilega þar, sem nú er Hudsonflói í Kan- ada, en þar í kring er landslag sérkennilegt með slíkum hætti, að bent gæti til þess, að þar hefði meginjökull heimskautsins einhvem tíma verið niður kominn. Ymislegt í fornsögu Egypta styður einnig kenninguna um hinar tímabundnu veltur jarðarinnar, að áliti Browns. Þegar á stjómartíð hinnar elztu konungsættar, er sagnir hafa geymzt um, var Egyptaland heimkynni gamallar, háþroskaðrar menningar, er aldrei síðan hefur hærra risið. Egyptar eru líka einn þeirra sára- fáu þjóðflokka heims, er eiga engar sagnir um syndaflóð. Bæði þessi atriði eru í góðu samræmi við þá skoðun Browns, að land Egypta, sem þá mun hafa legið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.