Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 130
288 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ofar í Nílárdalnum en nú, hafi sloppið nokkurn veginn heilu og höldnu út úr ham- förum síðustu jarðbyltu. Brown vitnar í gríska sagnaritarann Heródót, sem var uppi hálfri fimmtu öld fyrir Krists burð. Heródót kvað á einum stað minnast á merkilegar upplýsingar, er hann fékk hjá egypskum prestum í Memfis. Prestar þessir fullyrtu, að rekja mætti arfsagnir Egypta ellefu þúsund ár aftur í tímann, og í annan stað héldu þeir því fram, að á þessari tímalengd hefði það tvívegis komið fyrir, að „sólin kom upp þar, sem hún gekk undir“. Fram að þessu hefur enginn gefið þessari frásögn gaum, og Heródót sjálfur virðist hafa tekið lítið mark á henni. En nú segir Brown, að einmitt þessu furðulega fyrirbæri megi búast við, þegar hnötturinn byltist úr skorðum eins og að framan hefur verið lýst. Önnur gönml arfsögn, er Sólon hinn gríski hefur eftir egypzkum prestum á 6. öld fyrir Krist, segir frá innrás í Egyptaland, sem þá hafði átt sér stað fyrir um það bil níu þúsund árum. Herskarar þeir, er ruddust inn í landið, áttu að hafa komið frá „Atlantis, handan við Súlur Herkúlesar (Njörvasund), er seinna á að hafa sokkið í sæ.“ V Þá tilgátu sína, að jarðbyltingar þessar gerist á 6—8 þúsund ára fresti, byggir Brown á margvíslegum rannsóknum jarðlaga, en auk þess leggur hann áherzlu á, að engin hinna fornu menningarþjóða, að Egyptum einum undan skildum, reki tímatal sitt lengra aftur en einhvers staðar á milli 5600 og 7500 ár. En úr því nú eru liðin allt að því 7500 ár frá síðustu byltu þessa jarðkrílis, megum við þá ekki á hverri stundu búast við nýjum umskiptum, með þeim gagn- geru veðurfarsbreytingum og ægilegu flóðum og umróti, sem þau munu hafa í för með sér? Mr. Brown dregur ekki dul á það, að framtíðin sé uggvænleg að þessu leyti. Á hinn bóginn kveðst hann eygja ofurlítinn bjarma af von um, að það kunni að vera unnt að afstýra þeim ósköpum. „í fyrsta sinn í sögunni ráða mennimir nú yfir tækjum, sem komið gætu í veg fyrir að menningin líði undir lok.“ Það er hin nýbeizlaða atómorka, sem Brown á við. Hann tjáir sig sannfærðan um, að tæknin sé nú orðin þess um komin að fyrirbyggja hina örlagaríku röskun jarðöxulsins. Með því að nota kjamorkuna til þess að sprengja nægilega mikið utan úr jökulhettu suðurskautsins mætti takast að viðhalda núverandi jafnvægis- ástandi. Viss fjöldi kjamorkusprengna, er sleppt væri niður á hentugum stöðum, myndu sundra jöklinum það mikið, að nægilegt væri til þess að halda þunga hjambáknsins í skefjum. Að eigin sögn er hann Ifka í þann veginn að snúa sér til fremstu heimskautakönnuða Ameríku í því skyni að koma á framfæri þessari djörfu hugmynd sinni. Hann hefur jafnvel lagt í það glæfrafyrirtæki að reikna út, hvað slíkur leiðangur myndi kosta, og komizt að þeirri niðurstöðu, að kostnað- urinn yrði svo sem 15 milljónir dollara. (Hefði hann nefnt milljarða í stað mill- jóna, karlanginn, myndum við kannski hafa glæpzt á að trúa áætlunum hans).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.