Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 130
288
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ofar í Nílárdalnum en nú, hafi sloppið nokkurn veginn heilu og höldnu út úr ham-
förum síðustu jarðbyltu.
Brown vitnar í gríska sagnaritarann Heródót, sem var uppi hálfri fimmtu öld
fyrir Krists burð. Heródót kvað á einum stað minnast á merkilegar upplýsingar,
er hann fékk hjá egypskum prestum í Memfis. Prestar þessir fullyrtu, að rekja
mætti arfsagnir Egypta ellefu þúsund ár aftur í tímann, og í annan stað héldu þeir
því fram, að á þessari tímalengd hefði það tvívegis komið fyrir, að „sólin kom upp
þar, sem hún gekk undir“. Fram að þessu hefur enginn gefið þessari frásögn
gaum, og Heródót sjálfur virðist hafa tekið lítið mark á henni. En nú segir Brown,
að einmitt þessu furðulega fyrirbæri megi búast við, þegar hnötturinn byltist úr
skorðum eins og að framan hefur verið lýst.
Önnur gönml arfsögn, er Sólon hinn gríski hefur eftir egypzkum prestum á 6.
öld fyrir Krist, segir frá innrás í Egyptaland, sem þá hafði átt sér stað fyrir um
það bil níu þúsund árum. Herskarar þeir, er ruddust inn í landið, áttu að hafa
komið frá „Atlantis, handan við Súlur Herkúlesar (Njörvasund), er seinna á að
hafa sokkið í sæ.“
V
Þá tilgátu sína, að jarðbyltingar þessar gerist á 6—8 þúsund ára fresti, byggir
Brown á margvíslegum rannsóknum jarðlaga, en auk þess leggur hann áherzlu á,
að engin hinna fornu menningarþjóða, að Egyptum einum undan skildum, reki
tímatal sitt lengra aftur en einhvers staðar á milli 5600 og 7500 ár.
En úr því nú eru liðin allt að því 7500 ár frá síðustu byltu þessa jarðkrílis,
megum við þá ekki á hverri stundu búast við nýjum umskiptum, með þeim gagn-
geru veðurfarsbreytingum og ægilegu flóðum og umróti, sem þau munu hafa í för
með sér?
Mr. Brown dregur ekki dul á það, að framtíðin sé uggvænleg að þessu leyti.
Á hinn bóginn kveðst hann eygja ofurlítinn bjarma af von um, að það kunni að
vera unnt að afstýra þeim ósköpum.
„í fyrsta sinn í sögunni ráða mennimir nú yfir tækjum, sem komið gætu í veg
fyrir að menningin líði undir lok.“
Það er hin nýbeizlaða atómorka, sem Brown á við. Hann tjáir sig sannfærðan
um, að tæknin sé nú orðin þess um komin að fyrirbyggja hina örlagaríku röskun
jarðöxulsins. Með því að nota kjamorkuna til þess að sprengja nægilega mikið
utan úr jökulhettu suðurskautsins mætti takast að viðhalda núverandi jafnvægis-
ástandi. Viss fjöldi kjamorkusprengna, er sleppt væri niður á hentugum stöðum,
myndu sundra jöklinum það mikið, að nægilegt væri til þess að halda þunga
hjambáknsins í skefjum. Að eigin sögn er hann Ifka í þann veginn að snúa sér til
fremstu heimskautakönnuða Ameríku í því skyni að koma á framfæri þessari
djörfu hugmynd sinni. Hann hefur jafnvel lagt í það glæfrafyrirtæki að reikna út,
hvað slíkur leiðangur myndi kosta, og komizt að þeirri niðurstöðu, að kostnað-
urinn yrði svo sem 15 milljónir dollara. (Hefði hann nefnt milljarða í stað mill-
jóna, karlanginn, myndum við kannski hafa glæpzt á að trúa áætlunum hans).