Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 138
296
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eins og tindrandi stjömu á himni frels-
isins. I næstu bók kynnumst við reynslu
hans á þeirri draumsýn.
Fyrir hin einstæðu tök snillingsins
sem segir þessa sögu á lesandi kost á að
lifa með Jóhanni Kristófer þennan kafla
á þroskabraut hans, kynnast honum á-
fram og því fólki sem hann hefur sam-
skipti við. Þeirri reynslu mun enginn sjá
eftir en óska sér sem fyrst framhalds
hennar, og sízt spillir það ánægjunni hve
hinum mikla rólega nið og glitrandi
orðavali í stíl höfundar er vel náð í þýð-
ingunni. Hd. St.
Lífsþorsti
Sagan af Vincent van Gogh.
Mál og menning.
Meo þessu bindi er lokið sögu Irving
Stones af hinum mikla hollenzka málara.
Það var rnikill fengur að fá þessa sögu í
gcðri þýðingu Sigurðar Grímssonar, því
þó hún sé í skáldsöguformi fylgir hún í
öllum aðalatriðum ævisögu hins stór-
hrotna listamanns sem þrátt fyrir sár-
ustu fátækt, heilsubrest og margháttaða
örðugleika var svo eingreyptur í list
sinni að hann varði heldur síðasta pen-
ing sínum til að launa fyrirsætu en verja
honum fyrir mat þegar hann gat naum-
ast staðið fyrir hungri og vann af slíkum
hamhleypuskap að varla minnir nema á
einn annan listamann, rithöfundinn
Balzac.
Og sagan bregður einnig upp skýrum
myndum af samtíð hans, listamönnum
og konum sem hann bar sína ógæfusömu
ást til; Ijúfri minningu um góðan bróð-
ur er reyndist hinum óþjála og hálf- og
albrjálaða manni vel til síðustu stundar.
Ekki síður eru ógleymanleg samskipti
van Goghs við fólkið í námumannakof-
unum í Borinage, þar sem hann átti að
vera trúboði en var í raun og veru Krist-
ur og lilaut því að enda feril sinn þar
með skelfingu þegar hinir frómu þrif-
legu kirkjufeður, er hann höfðu þangað
sent, komust að athæfi hans.
Auðugri að skilningi á eðli lista-
manns og þekkingu á örlögum einstak-
lings leggur maður frá sér þessa bók.
Hd. St.
Maxirn Gorkí:
Hjá vandalausum
Kjartan Olafsson þýddi úr
rússnesku. Reykholt h.f. 1950
I þessu bindi segir frá veru höfundar
meðal vandalausra, og er ekki síður
mannmargt í kringum hann nú en í
fyrsta bindinu. Hvar sem gripið er niður
morar af nýjum andlitum, sérkennilegu
fólki sem allt á sínar sögur og sumar
hinar furðulegustu. Lesanda er beinlín-
is stefnt inn í ókunnan heim þar sem
hann er neyddur til að taka þátt í örlög-
um framandi fólks er verður honum eins
minnisstætt og hinum unga manni sem
lifir meðal þess og freistar að hafa ofan
af fyrir sér jafnframt því sem hann reyn-
ir að átta sig á þeim óskapnaði sem
nefnist mannleg tilvera. Og honum nægir
ekki, þessum fátæka umkomuleysingja,
að lifa eins og flest fólk í fávísri harðri
baráttu fyrir daglegum þörfum. Fróð-
leiksfýsn hans er svo heimtufrek að hann
liggur alltaf í bókum þegar hann fær því
við komið fyrir alveg ótrúlega miklu og
tímafreku striti, hvernig sem honum er
meinað það af yfir honum ráðandi fólki.
Svefninn er styttur, næturnar teknar til
lesturs þó hann þurfi að ræna kertum og