Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 139
UMSAGNIR UM BÆKUR
297
olíu af helgilampanum fyrir ljósmeti og
jafnvel lesa við skímu tunglsins þegar
aðrar bjargir þrýtur.
Þó Gorkí sé hér hjá vandalausum við
margvísleg störf, slitnar hann ekki úr
tengslum við ömmu sína ■— babúskuna
góðu — og kann enn margt frá henni að
segja í þessari bók; en mest fer fyrir
reynslu hans þessi unglingsár hjá ýmsu
öðru fólki er hann verður að eyða árum
sínum með, þrúgaður af tilgangsleysi
lífs þess, svo honum heldur við örvingl-
un, en líka skerptur til átaka, til leitun-
ar á öðrum fleti mannlífsins. Og í bók-
arlok slítur hann sig lausan og skrefar
út í óvissuna í áttina til „háskóla sinna“.
Sú saga er ekki síður viðburðarík og
kynngi mögnuð en þessar tvær fyrri.
Þýðandi hefur leyst mikið verk af
hendi og farizt vel. Hd. St.
Halldór Stejánsson:
Sögur og smáleikrit
Útgejandi: Heimskringla,
Reykjavík 1950.
HalldórStefánsson þarf ekki aðkynna
fyrir lesendum. Með smásagnasöfnunum
Dauðinn á þriðju hœð og Einn er geymd-
ur vann hann sér sess meðal fremstu
höfunda þjóðarinnar. f þessu safni birt-
ast 14 sögur og 4 leikrit, einþáttungar.
Nokkrar af sögunum hafa þegar komið
fyrir almenningssjónir, og svo er t. d.
um fyrstu söguna Draumur til kaups, er
birtist í Helgajellinu sáluga. Sögur þess-
ar eru fjölbreyttar að efni og misjafnar
að gæðum. Sumar eru skopþættir og má
þar til nefna Girt jyrir glapræði, sem er
eintómt skop um ameríska stjómarhætti
og spákaupmennsku. Sama má segja um
söguna Salómonsdómur, sem segir á
kímilegan hátt frá því, hvernig gamall
pokaprestur glímir við Mammon og bíð-
ur eins og vænta má lægri hlut. Annars
er út í hött að flokka sögur Halldórs í
gamansögur og ekki gamansögur, því
kímni eða skop og það sums staðar ærrð
grálegt er í flestum eða öllum sögum
hans. Hann þyrmir ekki ávallt hinum
fínu taugum borgaranna, en segir um-
búðalaust frá hlutunum eins og hans er
vandi.
Halldór reynir sjaldan að prédika yfir
lesandanum, en lætur sér nægja að
bregða upp myndum af mannfélaginu,
eins og það kemur honum fyrir sjónir.
Einstaklingurinn umkomulaus og ofur-
seldur örlögum sínum eða ranglæti sam-
félagsins er tíðasta yrkisefni hans. Það
getur verið auðugur maður, sem situr
eins og dýr í festi og má sig hvergi
hræra, beittur grimmri kúgun af sínum
nánustu, eins og t. d. í sögunni Grajið
Ijóð. I þeirri sögu tekur hann fyrir blekk-
ingu Iiagyrðingsins, sem heldur sig hafa
ort mikið listaverk vegna þess, að sú til-
finning er hann lagði í ljóðið var heit
og sönn. Þessu efni hefur áður verið
gerð góð skil og höf. dýpkar ekki skiln-
ing manns á þessu atriði. En gildi þess-
arar stílfögru sögu liggur í því, hvemig
hann sýnir okkur heim auðs og fátækt-
ar, hvorn andspænis öðrum. Og gagn-
stætt því, sem maður skyldi ætla, er
það gamli kaupmaðurinn, sem er hjálp-
arvana og samúðarþurfi, en hús hinna
fátæku fullt af lífi og óbrotinni gleði.
I sumum sögunum stiklar hann mjög
á stóru og leiðir persónurnar gegnum
langt tímabil, eins og t. d. í Valdstjórn-
in gegn. í þessari sögu rekur hann í
raun og vem þróun borgarastéttarinnar
og höfuðborgarinnar Reykjavíkur og
beitir viðfangsefnið marxískri gagn-