Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 140
298 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rýni. Aðalpersónan, ungur sjómaður verður að selja bátinn sinn og ráða sig á togara. Seinna lendir liann í þreng- ingum og kreppu o'g endar með því að fara í tugthúsið fyrir engar sakir. Það er nærri því grátbroslegt, hvernig mátt- arvöld þjóðfélagsins leika þennan full- trúa öreigastéttarinnar. Sennilega nálg- ast þessi frásagnaraðferð hið margum- talaða sósíala raunsæi. En mikið þarf til að gera efnið listrænt á þennan hátt. Jafnvel hjá Halldóri finnst manni sögur af þessu tagi vera fremur hráefni en unnin vara. Beztu sögur — og prýði þessarar hók- ar eru: Sprettur, Sori í bráðinu og Grimmd. Þær standa allar fyllilega jafn- fætis því bezta, sem Ilalldór hefur áður skrifað. Sjaldan eða aldrei hefur hann áður gert borgaralegum hleypidónuim jafngóð skil og í sögunni Sori í bráðinu. Þessar þrjár sögur eru allar ritaðar af slíkri hófsemi í stíl og lýsingum að meistara sómir. Halldór hefur áður sýnt, að hann kann að segja mikla sögu í stuttu máli, og er Grimmd nýtt dærni þess. Um leikþættina mun ég vera fáorður, en skal geta þess eins, að ég las Okunn orsök og Evusáttmáli með óblandinni á- nægju, og þarf ekki að taka fram, að þessi leikrit eru af allt annarri gráðu en sá óskapnaður, sem við heyrum stund- um í útvarpinu og rnenn fá jafnvel verð- laun fyrir að semja. Ef alþýðan ætti til eins sanna og upprunalega heimspeki og Katrín í Orsök ókunn; mundi rit- sóðum forheimskunarblaðanna ekki ganga eins greitt að skrökva að henni. Þetta dæmi verður að nægja: Kári: ... En hvers vegna langar þig til að frétta af þessum óaldarlýð fyrir austan? Katrín: Mig langar bara til að vita hvað fóik er að gera þar, mér hefur ver- ið sagt að það hafi verið fátækt, þess vegna trúi ég ekki öllu sem urn það er sagt. Ég hef reynslu fyrir því að skrökv- að er upp á fátækt fólk. Prófarkalestur er sæmilegur á bók- inni, en þó eru nokkrar prentvillur til lýta. Leiðinlegt finnst mér að segja eins og stendur á bls. 18: að hafa eitthvað eftirlit með í staðinn fyrir eitthvert eft- irlit o. s. frv. Þeir sem unna velrituðum smásögum ntunu fagna þessari bók. Og þó að Hall- dóri Stefánssyni séu mislagðar hendur eins og fleirum, held ég, að nefnd sú, sem úthlutar listamannastyrk, ætti að endurskoða afstöðu sína gagnvart hon- um fyrir næstu úthlutun, ella kynni bók- menntaþroski hennar að fá dálítið vafa- samt eftirmæli. Ingólfur Pálmason. Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga: I íjallskugganum Skáldsaga. — Utgef.: Bóka- klúbbur M.F.A. 1950. Þessi saga er bragðmikil og hressandi. Mikill lífsþróttur og hikleysi einkenna hana. Samt svífur hún ofar því umhverfi, sem hún gerist í. Þetta er sveitalífssaga, sem örðugt er að sjá, hvenær á að ger- ast, en fráleitt á þessari öld. Persónurn- ar tylla ekki ævinlega fæti í veruleika umhverfisins. Þær leika án hiks eða hálfvelgju þau hlutverk, sem höfundur- inn hefur fengið þeim. Máske á þetta líka svo að vera. Ef til vill á hið óstýri- láta skap aðalpersónanna að stjóma gangi sögunnar. Það er ekki svo að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.