Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 141
UMSAGNIR UM BÆKUR
299
skilja, að skapgerð Þorgils Þrándarson-
ar'eigi sér enga hliðstæðu í heimi veru-
leika og bókmennta. Þorgils Þrándarson
gæti að sumu leyti verið Staðarhóls-Páll
afturgenginn, og Hallfríður Þórsmörk
minnir á einum stað á Onnu frá Stóru-
Borg hjá Jóni Trausta. Aðalpersónur
sögunnar: Þorgils Þrándarson, Hallfríð-
ur Þórsmörk, Elín Torfadóttir og bræð-
urnir, Angantýr og Geir, eru annars
furðu einsteyptar og líkar hver annarri.
Einkenni þeirra er: lífsþróttur, óstýri-
læti og skjótræði — þær þurfa aldrei að
hugsa sig um —, jafnvel sýslumaðurinn
líkist þessu fólki í hikleysi og skjótum
ákvörðunum. Það er annars mestur gall-
inn, að þær skuli vera svona líkar Elín
Torfadóttir og Hallfríður Þórsmörk, því
að þær eru þeir pólar, sem segull sög-
unnar sveiflast á milli, og einhvernveg-
inn finnst mér, að höfundur ætlist ekki
til, að þær séu líkar að uppruna og eðli.
Eiríkur í Byrgi er ólíkur þessuni per-
sónum. Idann er trúr umhverfi sínu, enda
langsannasta persónan. Hann leikur af
alúð hlutverk sitt sem sýslumannsþræll
og sendimaður höfðingjanna: „Þetta
grasstrá í mannsmynd, sem stigið hafði
verið ofan á. Því að grasið er gras og
það er auðvelt að traðka það niður, en
því lægra sem það er og óásjálegra, því
oftar getur það rétt sig við aftur.“
Sagan er heilsteypt frá hendi höfund-
arins. Eitt leiðir af öðru, og allt fer eins
og höfundurinn ætlast til. Lesandinn
þarf lítt að staldra við í lestrinum til að
hugsa. Sagan leysir ekkert vandamál,
enda vafalaust ekki ætlað það. Hún er
fyrst og fremst hressandi skemmtilestur,
og þó er hún ekki gamansaga, en ég spái
því, að fáir komist við af örlögum aðal-
persónanna.
Stíll sögunnar er hraður og hispurs-
laus, mál yfirleitt gott, þó að sitthvað
mætti hefla betur. Prófarkalestur mætti
vera betri, og er þó vandséð, hvort hon-
um er einum um að kenna. Höfundur og
prófarkalesari virðast hafa mikið dálæti
á y, t. d. er ritað jrylla á öllum þeim sex
stöðum, sem það orð kemur fyrir í bók-
inni, og finnst mér þó, að þeir, sem það
orð nota svo örlátlega, ættu að kannast
við orðið friðill og einnig minnast orða
Hávamála, að
„Svo er friður kvenna,
þeirra er flátt hyggja,
sem aki jó óbryddum
á ísi hálum“.
Helgi J. Halldórsson.
LEIÐRÉTTING
I grein Oskars B. Bjarnasonar „Líffræðikenningar í Ráðstjórnarríkj-
unum bls. 95, 17.—18. 1. a. o., stendur: „stikilsber á stærð við venju-
legan grape-ávöxt", í stað: stilcilsber á stœrð við vínþrúgur.