Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 144
302 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hennar fyrir menningarlegu lífi, og Jiví meira sem harðnar í ári því betur verður félagið að standa sig. Bráðum keniur að því að alþýða hefur ekki efni á því að kaupa bækur á frjálsum markaði. Einmitt þá verður Mál og menning að geta hert sóknina, veitt félagsmönnum fleiri bækur með ódýrasta hætti. Allt er nú gert eins og á tímum fyrri kreppu til að forheimska þjóðina, engar erlendar bækur, blöð né tímarit berast til landsins, blöð og útvarp sinna engu nema æsingafréttum um styrjaldir, engar fræðibækur koma út á Islandi, þýddir reyfarar er helzta útgáfustarfið, aðeins einstaka forlög reyna að halda uppi menn ingu. Þegar svo þrengir að jafnt fjárhagslega sem menningarlega skilst mér að það sé skylda Máls og menningar að hækka seglin, halda uppi sókn gegn takmörkun á menningarsviðinu, leggja fram meira starf en áður, auka útgáfu sína en ekki minnka, gefa út fleiri bækur en ekki færri, láta tímaritið stækka en ekki minnka. Bækur eru ekki aðeins til skemmtunar og nautnar, heldur menningarafl og vopn í lífsbaráttunni, þær eru sá hlutur sem alþýða getur ekki verið án nema veikja alla aðstöðu sína. Auðvitað er hægast að draga saman seglin, láta árgjaldið halda sér, gefa minna út, en þetta er ekki sigursæl leið, ekki leið sem félag helgað menningu og fram- farastefnu getur leyft sér. Þess vegna mun ég leggja til við stjórn og félagsráð Máls og menningar að árgjald félagsins verði hækkað og útgáfan aukin. Og vilji Mál og menning standa sig og fara í nýja sókn fyrir menningu alþýðu, dugir ekki ann- að en sporið sé djarflega stigið. Eg mun leggja til að árgjaldið verði hækkað um helming, upp í hundrað krónur, er greiðist ef menn óska í tvennu lagi, 50 kr. fyrir 1. marz og 50 kr. fyrir 1. okt. Vildi ég nú heyra undirtektir allra umboðsmanna og sem flestra félagsmanna undir þessa tillögu, og vænti þess að menn séu enn sem áður fúsir til að efla Mál og menningu til nýrra afreka. Við verðum að geta haldið áfram útgáfu mannkynssögunnar og vildum að þriðja bindið gæti komið út næsta ár. Þá höfum við hug á næsta ár að gefa út minningar- rit um þjóðfundinn 1851 með úrvali úr ritgerðum og ræðum Jóns Sigurðssonar. Urval Jóns Helgasonar úr fornkvæðunum langar okkur einnig til að koma sem fyrst með. Þá eru fjölmargar bækur aðrar sem okkur finnst eiga brýnt erindi til félagsmanna í Máli og menningu. 1 sumar gáfum við félagsmönnum kost á að fá Tímarit Máls og menningar inn- bundið í tilefni af því að tíu árgangar voru komnir út. Margir liafa tekið því boði, en ég vil benda mönnum á að tilboðið stendur enn til áramóta. Menn geta flett upp bréfi til félagsmanna og auglýsingu í síðasta befti og séð þar hvemig kjör mönnum eru boðin. Benda vil ég félagsmönnum á nýjar útgáfubækur Heimskringlu og Reykholts. Fyrr á árinu komu annað bindi af Jóhanni Kristófer eftir franska nóbelsverð- launahöfundinn Romain Rolland, ný skrautútgáfa af Fjalla-Eyvindi í tilefni af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.