Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 144
302
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hennar fyrir menningarlegu lífi, og Jiví meira sem harðnar í ári því betur verður
félagið að standa sig. Bráðum keniur að því að alþýða hefur ekki efni á því að
kaupa bækur á frjálsum markaði. Einmitt þá verður Mál og menning að geta hert
sóknina, veitt félagsmönnum fleiri bækur með ódýrasta hætti.
Allt er nú gert eins og á tímum fyrri kreppu til að forheimska þjóðina, engar
erlendar bækur, blöð né tímarit berast til landsins, blöð og útvarp sinna engu
nema æsingafréttum um styrjaldir, engar fræðibækur koma út á Islandi, þýddir
reyfarar er helzta útgáfustarfið, aðeins einstaka forlög reyna að halda uppi menn
ingu.
Þegar svo þrengir að jafnt fjárhagslega sem menningarlega skilst mér að það sé
skylda Máls og menningar að hækka seglin, halda uppi sókn gegn takmörkun á
menningarsviðinu, leggja fram meira starf en áður, auka útgáfu sína en ekki
minnka, gefa út fleiri bækur en ekki færri, láta tímaritið stækka en ekki minnka.
Bækur eru ekki aðeins til skemmtunar og nautnar, heldur menningarafl og vopn
í lífsbaráttunni, þær eru sá hlutur sem alþýða getur ekki verið án nema veikja
alla aðstöðu sína.
Auðvitað er hægast að draga saman seglin, láta árgjaldið halda sér, gefa minna
út, en þetta er ekki sigursæl leið, ekki leið sem félag helgað menningu og fram-
farastefnu getur leyft sér. Þess vegna mun ég leggja til við stjórn og félagsráð Máls
og menningar að árgjald félagsins verði hækkað og útgáfan aukin. Og vilji Mál
og menning standa sig og fara í nýja sókn fyrir menningu alþýðu, dugir ekki ann-
að en sporið sé djarflega stigið. Eg mun leggja til að árgjaldið verði hækkað um
helming, upp í hundrað krónur, er greiðist ef menn óska í tvennu lagi, 50 kr. fyrir
1. marz og 50 kr. fyrir 1. okt. Vildi ég nú heyra undirtektir allra umboðsmanna og
sem flestra félagsmanna undir þessa tillögu, og vænti þess að menn séu enn sem
áður fúsir til að efla Mál og menningu til nýrra afreka.
Við verðum að geta haldið áfram útgáfu mannkynssögunnar og vildum að þriðja
bindið gæti komið út næsta ár. Þá höfum við hug á næsta ár að gefa út minningar-
rit um þjóðfundinn 1851 með úrvali úr ritgerðum og ræðum Jóns Sigurðssonar.
Urval Jóns Helgasonar úr fornkvæðunum langar okkur einnig til að koma sem
fyrst með. Þá eru fjölmargar bækur aðrar sem okkur finnst eiga brýnt erindi til
félagsmanna í Máli og menningu.
1 sumar gáfum við félagsmönnum kost á að fá Tímarit Máls og menningar inn-
bundið í tilefni af því að tíu árgangar voru komnir út. Margir liafa tekið því boði,
en ég vil benda mönnum á að tilboðið stendur enn til áramóta. Menn geta flett
upp bréfi til félagsmanna og auglýsingu í síðasta befti og séð þar hvemig kjör
mönnum eru boðin.
Benda vil ég félagsmönnum á nýjar útgáfubækur Heimskringlu og Reykholts.
Fyrr á árinu komu annað bindi af Jóhanni Kristófer eftir franska nóbelsverð-
launahöfundinn Romain Rolland, ný skrautútgáfa af Fjalla-Eyvindi í tilefni af