Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 145
MÁL OG MENNING
303
opnun Þjóðleikhússins, ennfremur Fyrsta barniS, handbók handa verðandi mæðr-
um, gefin út að frumkvæði Katrínar Thoroddsen og með formála eftir hana. I
haust kom Siglingin mikla, skáldsaga eftir Jóhannes úr Kötlum, framhald af
Dauðsmannsey, og er Jóhannes hér kominn af stað sem mikilvirkur skáldsagna-
höfundur; lokabindi verksins kemur næsta ár. Þá er nýkomin bók eftir Halldór
Stefánsson, Sögur og smáleikrit. Er það fimmta bókin frá hans hendi, en Halldór
er einn snjallasti höfundur okkar, sérílagi í smásagnagerð. Eftir Halldór Helgason,
hið kunna ljóðskáld Borgfirðinga, kemur ný ljóðabók sem nefnist Stolnar stundir,
og sér Guðmundur Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli, um útgáfuna og ritar formála
að bókinni. Þá er væntanleg stórmerk bók um Kína, þýðing á sjálfsævisögu Mao
Tse-tung skráS af Edgar Snow, með ýtarlegum inngangi um sögu Kínaveldis eftir
Sverri Kristjánsson, sagnfræðing. í Kína er nú saga mannkynsins að gerast, en ís-
lendingar alls ófróðir um það mikla land, svo að hér er um merkilegan bók-
menntaviðburð að ræða að fá á íslenzku rit um Kína. Þá kemur ennfremur út ein
barnabók eftir Jón SigurSsson skólastjóra. Hún heitir Klukkan, fögur saga er
mér óhætt að fullyrða. Allar þessar bækur eru útgefnar af Heimskringlu, en að
auki gefur Reykholt út annað bindi, Hjá vandalausum, af hinni heimsfrægu œvi-
sögu Gorkis, framhald af Barnæska mín'sem kom út fyrir tveim árum. Af öllum
þessum bókum fá félagsmenn í Máli og menningu 10% afslátt í Bókabúð Máls og
menningar, Reykjavík, og hjá öllum umboðsmönnum félagsins, auk þess sem
ágóði af bókum Heimskringlu rennur til Máls og menningar. Vinnið því að út-
breiðslu þessara bóka og eignizt sjálfir þessi úrvalsrit.
Þakka ég svo félagsmönnum tryggð þeirra við Mál og menningu, umboðsmönn-
um gott samstarf á árinu og óska öllum lesendum gleðilegra jóla.
Kr. E. A.