Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 3
TIMARIT MÁLS OG MEMNINGAR RITSTJÓRAR Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson Maí 1951 12. árgaiigur 2. hefti Ójufnt höfunist við uð I sumar eru hundrað ár liðin síðan þjóðkjörnir fulltrúar Islendinga risu í fyrsta sinn upp til einarðlegra og samhuga andmæla gegn ásælni erlends valds á þjóð- fundinum 1851. Þá gerðust um leið þau nýstárlegu tíðindi að erlent herlið var sett hér á land til þess að veita fulltrúum erlendra stjómarvalda brautargengi ef í odda skærist og skjóta íslendingum skelk í bringu. Ekki þarf að rekja þá sögu hvernig þjóðfundurinn og landsmenn allir snerust við þeim gestum. Sú var þá gifta Islendinga að einhugur þeirra var meiri en svo að erlendri stjórn þætti svara kostnaði að beita þá hörðu. En nú, á því herrans ári 1951, gengur hér erlendur her á land, ekki fáeinir dát- ar smáríkis, vopnaðir framhlaðningum, heldur deildir úr öllum hertegundum eins mesta herveldis veraldar, sjálfsagt búnar stórvirkustu drápstækjum nútímans. Og þessi her kemur hér í boði og þökk innlendrar ríkisstjórnar, eða að minnsta kosti með fullu samþykki hennar, og með uppáskrift þingmanna úr svo nefndum lýð- ræðisflokkum. Island er gert að herstöð í fremstu víglínu erlends stórveldis, ör- yggismál þess og landvarnir lögð undir mat og ákvarðanir erlends herráðs sem vitanlega miðar aðgerðir sínar við hagsmuni síns eigin lands, sinnar eigin stjóm- ar, áður en um það sé spurt hvað Islendingum henti. I þetta sinn var hér enginn þjóðfundur. Alþingi var ekki einu sinni kvatt sam- an, heldur talað við þingmenn í pukri. Hér átti ekki að gefa neinum kost á að standa upp og mótmæla í nafni þjóðarinnar, þess skyldi vandlega gætt að lands- lýður fengi ekkert að vita fyrr en allt væri um garð gengið, samningur undirskrif- aður, her korninn á land. Ur því að í skömmina er komið, er það ef til vill ekki mikið atriði að þannig séu hundsaðar reglur og venjur þingræðis og lýðræðis ein- mitt af þeim stjórnmálaflokkum sem ákafast bera þessi orð í munni. En þó er að- ferðin táknræn um tvennt: bæði um þann ótta við almenningsálitið sem virðist hafa heltekið þessa menn og eins um hitt hverja virðingu þeir bera fyrir Alþingi íslendinga og þeim lögum og reglum sem það hefur sett. Okkur er sagt að þessi nýja herseta sé rökrétt og óhjákvæmileg afleiðing af þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. En þegar sá samningur var á döfinni var því hátíðlega lýst yfir af formælendum hans að herstöðvar á íslandi kæmu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.