Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 9
KAI MOLTKE: Kórea í stríði I. Framvindan norðan og sunnan 38. breiddarbaugs 1 Þegar Kóreu ber á góma og nöfnin Norður- og Suður-Kórea suða oss í eyrum, eins og um tvö ríki væri að ræða, má það ekki gleymast, að Kórea er eitt land og íbúar hennar ein þjóð. 38. breiddarbaugurinn, sem látinn var gilda sem markalína milli Rússa og Bandaríkjamanna, er þessi tvö stórveldi hernámu landið í styrjaldarlok, er engin landa- mæri, enda ekki talinn það af nokkrum Kóreubúa. En um þessa línu hefur hið ógæfusama Iand verið klofið sundur af algeru handahófi hin síðustu ár, og eftir langvinnt þóf og hatrama togstreitu leiddi það að lokum til þess, að þjóðin barst á banaspjót í blóðugri innanlandsstyrj- öld. Um stjórnarfarið norðan og sunnan 38. breiddarbaugs er það að segja, að það er tvennt ólíkt, enda komið á með næsta ólíkum hætti. Stjórn Suður-Kóreu hefur aldrei verið annað en sérstjórn fyrir þann landshluta einan — og meira að segja aðeins nokkurn hluta landsmanna, hægri flokkana einvörðungu. Auk þess var henni komið á koppinn fyrir beinan tilverknað Bandaríkjanna, væri óhugsanleg án stuðnings þeirra, og er því einnig ómenguð leppstjórn. Þegar bandaríska hernáms- liðið kom til Suður-Kóreu í september 1945, lét það verða sitt fyrsta verk að leysa upp og reka allar alþýðunefndirnar, er sprottið höfðu upp um gervallt landið jafnskjótt og japanska herliðið hvarf þaðan á brott (í Norður-Kóreu var aftur á móti ekki amazt við nefndum þess- um, og með starfi þeirra var grunnurinn lagður að stjórnskipan þess hluta landsins). Bandaríkjamenn fluttu sem sé með sér manninn, sem ætlað var að stjórna Suður-Kóreu í umboði þeirra. Sá maður var Syngman Rhee, kallaður forseti landsins og æðsti valdamaður til þessa

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.