Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 11
KÓREA í STRÍÐI 129 Hið nýkjörna þjóðarráð kom síðan saman í Pjongjang í september 1948 og myndaði stjórn þá, er nú er talin stjórn Norður-Kóreu. En vitanlega var hún skipuð til þess að stjórna landinu öllu. Eins og þegar er sagt, var þjóðarráðið kosið af fólki jafnt sunnan sem norðan hins nafnfræga breiddarbaugs. Og í því voru Suður-Kóreumenn í meiri- hluta, sem og eðlilegt var, þar sem fólksfjöldinn var meiri þar. Héruðin norðan baugsins höfðu 212 fulltrúa, suðurhéruðin 360. I þjóðarráðinu áttu allar stéttir fulltrúa, en vinnandi stéttirnar þó flesta, þar sem þær voru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Þar áttu sæti 192 bændur, 152 þjónustumenn, 29 smáiðnrekendur, 22 kaupsýslu- menn, 7 handiðnamenn, 33 geistlegrar stéttar o. s. frv. Langflestir fulltrúanna höfðu tekið virkan þátt í andstöðuhreyfing- unni gegn Japönum. 287 höfðu barizt gegn hinum japönsku kúgurum með vopn í hönd, og 248 höfðu setið í fangelsum þeirra. Þar að auk höfðu 158 suður-kóreskir fulltrúar komizt í kynni við fangelsi Syng- man Rhees. Meðlimir þjóðarráðsins í Pjongjang voru því menn með sögu að baki, hertir í baráttu og þrautum. Af allt öðru sauðahúsi voru þeir, sem skipuðu „þjóðþingið“ i Seoul og stjórna áttu Suður-Kóreu. Margir leiðtoganna voru innfluttir menn, sem höfðu dvalizt erlendis langtímum saman, sumir í áratugi, og voru lítt kunnugir málum og högum þjóðar sinnar. Augljóst er, að slíkir menn stóðu illa að vígi í samkeppni við hina reyndu og þjálfuðu norð- anmenn. Allt hið seinheppna valdabrask Bandaríkjamanna í Suður- Kóreu grundvallast í raun og veru á þeirri kórvillu og þeim fáránlega barnaskap, að hægt sé að neyða upp á stríðandi Asíuþjóð með áraþús- unda menningarerfðir pólitískum leiðtogum og stjórnendum af sama vél- genga rembilæti og amerískur auðhringur skipar fulltrúa sína og útbú- stjóra í öðrum hlutum heims. Yfirburðir norðurkóresku leiðtoganna komu ekki sízt fram í því, hve lagnir þeir voru að safna undir merki sitt hinum ólíkustu félags- öflum og hugmyndastefnum meðal Kóreubúa. Af auðskildum ástæðum hafa blöð vesturveldanna kosið sér nafngiftir, sem þau víkja aldrei frá. Þau tala ávallt um kommúnistana í Norður-Kóreu. Að sjálfsögðu er þessi nafngift algerlega villandi. f hinni kóresku þjóðfylkingu eru auð- vitað bændur og verkamenn fjölmennastir, þar sem þeir eru meirihluti þjóðarinnar. En innan hennar rúmast auk þess fjöldi borgaralegra Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1951 9

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.