Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 11
KÓREA í STRÍÐI 129 Hið nýkjörna þjóðarráð kom síðan saman í Pjongjang í september 1948 og myndaði stjórn þá, er nú er talin stjórn Norður-Kóreu. En vitanlega var hún skipuð til þess að stjórna landinu öllu. Eins og þegar er sagt, var þjóðarráðið kosið af fólki jafnt sunnan sem norðan hins nafnfræga breiddarbaugs. Og í því voru Suður-Kóreumenn í meiri- hluta, sem og eðlilegt var, þar sem fólksfjöldinn var meiri þar. Héruðin norðan baugsins höfðu 212 fulltrúa, suðurhéruðin 360. I þjóðarráðinu áttu allar stéttir fulltrúa, en vinnandi stéttirnar þó flesta, þar sem þær voru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Þar áttu sæti 192 bændur, 152 þjónustumenn, 29 smáiðnrekendur, 22 kaupsýslu- menn, 7 handiðnamenn, 33 geistlegrar stéttar o. s. frv. Langflestir fulltrúanna höfðu tekið virkan þátt í andstöðuhreyfing- unni gegn Japönum. 287 höfðu barizt gegn hinum japönsku kúgurum með vopn í hönd, og 248 höfðu setið í fangelsum þeirra. Þar að auk höfðu 158 suður-kóreskir fulltrúar komizt í kynni við fangelsi Syng- man Rhees. Meðlimir þjóðarráðsins í Pjongjang voru því menn með sögu að baki, hertir í baráttu og þrautum. Af allt öðru sauðahúsi voru þeir, sem skipuðu „þjóðþingið“ i Seoul og stjórna áttu Suður-Kóreu. Margir leiðtoganna voru innfluttir menn, sem höfðu dvalizt erlendis langtímum saman, sumir í áratugi, og voru lítt kunnugir málum og högum þjóðar sinnar. Augljóst er, að slíkir menn stóðu illa að vígi í samkeppni við hina reyndu og þjálfuðu norð- anmenn. Allt hið seinheppna valdabrask Bandaríkjamanna í Suður- Kóreu grundvallast í raun og veru á þeirri kórvillu og þeim fáránlega barnaskap, að hægt sé að neyða upp á stríðandi Asíuþjóð með áraþús- unda menningarerfðir pólitískum leiðtogum og stjórnendum af sama vél- genga rembilæti og amerískur auðhringur skipar fulltrúa sína og útbú- stjóra í öðrum hlutum heims. Yfirburðir norðurkóresku leiðtoganna komu ekki sízt fram í því, hve lagnir þeir voru að safna undir merki sitt hinum ólíkustu félags- öflum og hugmyndastefnum meðal Kóreubúa. Af auðskildum ástæðum hafa blöð vesturveldanna kosið sér nafngiftir, sem þau víkja aldrei frá. Þau tala ávallt um kommúnistana í Norður-Kóreu. Að sjálfsögðu er þessi nafngift algerlega villandi. f hinni kóresku þjóðfylkingu eru auð- vitað bændur og verkamenn fjölmennastir, þar sem þeir eru meirihluti þjóðarinnar. En innan hennar rúmast auk þess fjöldi borgaralegra Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1951 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.