Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 26
144 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir, Suður-Kóreu 20—21 milljón. Samkvæmt samhljóða fregnum hafði Norður-Kórea stofnað her til verndar landinu í febrúar 1949, og í stríðs- byrjun taldi þessi her um 75 þús. manna. Herstyrkur Suður-Kóreu var að minnsta kosti 100 þús. manna, búinn hergögnum frá Bandaríkjunum og þjálfaður af bandarískum liðsforingjum. Auk þess var í Suður-Kóreu 50—60 þús. manna vopnaö lögreglulið, skipulagt og þjálfað til hernaðar. Var það kannski kanínan, sem réðst á refinn? Hinn vestræni heimur staðhæfir, að her Norður-Kóreumanna hafi þann 25. júní hafið tilefnislausa árásarstyrjöld. Norður-Kóreumenn hafa aftur á móti staðhæft, að suðurherinn hafi þennan morgun hafið sókn á breiðri víglínu norður fyrir 38. breiddarbaug. Og þá fyrst hafi norðurherinn fengið skipun um að stöðva sóknina og veita fjandmönn- unum eftirför suður á bóginn. Hér stendur staðhæfing gegn staðhæfingu. Og á vesturhveli jarðar hefur önnur staðhæfingin verið hafin upp í helgiljóma algers sann- leika, hin hefur ekki verið virt viðlits. Norður-Kórea hefur enga áheyrn hlotið hjá þeim, sem ráða almenn- ingsálitinu í hinum vestræna heimi. Henni hefur ekkert tækifæri gefizt til þess að túlka mál sitt og leggja fram sín sönnunargögn. Er það ekki nokkuÖ einkennilegt fyrirbæri á valdaskeiði hinna sameinuðu, sem eiga sér það meginhlutverk að vaka yfir öryggi þjóða, vernda heims- friðinn og fullnægja öllu réttlæti? Engin hlutlaus rannsóknarnefnd hefur verið skipuð. Það var Harry Truman, sem skar úr því upp á eigiÖ eindæmi, hvor væri sekur og hvor saklaus, og hóf styrjöld gegn Norður-Kóreu formálalaust. Þar á eftir komu svo samþykktir alls- herjarþingsins eins og á sjálfvirku færibandi. Sniðugt og einfalt óneit- anlega — helzti einfalt til að vera tvímælalaust sannfærandi. í stríð verður ekki rokið á svipstundu, fyrirvaralaust. Til þess þarf undirbúning. Verklegan undirbúning vissulega, en engu síður hugræn- an. Hvar dafnaði nú árásarhugarfarið? í norðri eða suöri? Það er engan veginn þýðingarlítið atriði. Og myndi ekki Syngman Rhee og handlangarar hans vera býsna þung samvizkubyrði hinum árásar- hneykslaða meirihluta Sameinuðu þjóðanna — sem heyr nú styrjöld í nafni friðarins? Því það eru staðreyndirnar og sönnunargögnin, sem gilda — ekki æpandi fyrirsagnir heimsblaðanna. Ekki feluleikurinn heldur — né þagnarlygin.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.