Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 26
144 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir, Suður-Kóreu 20—21 milljón. Samkvæmt samhljóða fregnum hafði Norður-Kórea stofnað her til verndar landinu í febrúar 1949, og í stríðs- byrjun taldi þessi her um 75 þús. manna. Herstyrkur Suður-Kóreu var að minnsta kosti 100 þús. manna, búinn hergögnum frá Bandaríkjunum og þjálfaður af bandarískum liðsforingjum. Auk þess var í Suður-Kóreu 50—60 þús. manna vopnaö lögreglulið, skipulagt og þjálfað til hernaðar. Var það kannski kanínan, sem réðst á refinn? Hinn vestræni heimur staðhæfir, að her Norður-Kóreumanna hafi þann 25. júní hafið tilefnislausa árásarstyrjöld. Norður-Kóreumenn hafa aftur á móti staðhæft, að suðurherinn hafi þennan morgun hafið sókn á breiðri víglínu norður fyrir 38. breiddarbaug. Og þá fyrst hafi norðurherinn fengið skipun um að stöðva sóknina og veita fjandmönn- unum eftirför suður á bóginn. Hér stendur staðhæfing gegn staðhæfingu. Og á vesturhveli jarðar hefur önnur staðhæfingin verið hafin upp í helgiljóma algers sann- leika, hin hefur ekki verið virt viðlits. Norður-Kórea hefur enga áheyrn hlotið hjá þeim, sem ráða almenn- ingsálitinu í hinum vestræna heimi. Henni hefur ekkert tækifæri gefizt til þess að túlka mál sitt og leggja fram sín sönnunargögn. Er það ekki nokkuÖ einkennilegt fyrirbæri á valdaskeiði hinna sameinuðu, sem eiga sér það meginhlutverk að vaka yfir öryggi þjóða, vernda heims- friðinn og fullnægja öllu réttlæti? Engin hlutlaus rannsóknarnefnd hefur verið skipuð. Það var Harry Truman, sem skar úr því upp á eigiÖ eindæmi, hvor væri sekur og hvor saklaus, og hóf styrjöld gegn Norður-Kóreu formálalaust. Þar á eftir komu svo samþykktir alls- herjarþingsins eins og á sjálfvirku færibandi. Sniðugt og einfalt óneit- anlega — helzti einfalt til að vera tvímælalaust sannfærandi. í stríð verður ekki rokið á svipstundu, fyrirvaralaust. Til þess þarf undirbúning. Verklegan undirbúning vissulega, en engu síður hugræn- an. Hvar dafnaði nú árásarhugarfarið? í norðri eða suöri? Það er engan veginn þýðingarlítið atriði. Og myndi ekki Syngman Rhee og handlangarar hans vera býsna þung samvizkubyrði hinum árásar- hneykslaða meirihluta Sameinuðu þjóðanna — sem heyr nú styrjöld í nafni friðarins? Því það eru staðreyndirnar og sönnunargögnin, sem gilda — ekki æpandi fyrirsagnir heimsblaðanna. Ekki feluleikurinn heldur — né þagnarlygin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.