Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 53
KIRKJAN OG ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN 171 veruleg verðmæti sem frumsöfnuðurinn hafði varðveitt. Og þó mun sennilega stærsta tjónið hafa verið það, þegar kristna trúin var gerð að ríkistrú í rómverska ríkinu. Eg veit að ég þarf ekki að rökstyðja það, svo augljóst mál sem þar er um að ræða. En þó að kristna heildin væri komin á miklu lægra stig í félagslegum efnum en frumsöfnuðurinn hafði staðið á, þá er auðvitað ekki með því sagt að hvergi hafi örlað á þeim félagslegu hugsjónum sem frumkristnin bar uppi. Slíkt hefði verið lít hugsanlegt því að Nýjatestamentið var ])ó til og þar voru varðveitt mörg þau ummæli sem ótvírætt bentu til þess að öll einkaeign sé Guði fjandsamleg. Því er augljóslega haldið fram í ritningunni að jörðin, og allt sem á henni er, sé eign Guðs, svo að ekki getur komið til greina neinn annar eigandi að þeim verðmætum. Því var það svo á öllum öldum kristninnar að til voru fleiri menn eða færri, stundum stórir flokkar manna, sem lögðu ríka áherzlu á hinn félagslega boðskap kristninnar og tóku afstöðu gegn allri auðsöfnun. Sumar munkareglur t. d. gerðu eignaleysið að lögmáli sínu, og allt fram á miðaldir taldi kristin kirkja að eignir þær sem hún hafði með höndum væru „patrimonium pauperum" eða erfðahluti hinna fátæku. Á byltingatímum, svo sem á tímum Hússítanna og á tímum Lúters, þá blossaði þessi forna hugsjón kristninnar upp á ný. Hreyfing Hússítanna var barin niður, og bændauppreistin á dögum Lúters sömuleiðis, en örlagaríkt var það áreiðanlega fyrir kirkjudeildina lútersku að frumherjinn sjálfur skaut sér undir vald og vernd furstanna og slöngvaði þaðan hinum ægilegustu heiftarorðum framaní öreigana, sem hans eigin orð höfðu vakið til baráttu. Það er ekki ósennilegt að tómlæti það sem lútersku kirkjurnar hafa löngum sýnt hinum félagslegu vandamálum eigi rót sína að rekja til þessarar afstöðu Lúters. Því verður vissulega aldrei gleymt að hann vann mikið gagn, en hinu má heldur ekki gleyma að þegar hann stóð gagn- vart bændunum og svo að segja með örlagaþræðina í hendi sinni, þá vann hann það tjón sem seint verður bætt. En er það nú rétt, sem ég hér hef haldið fram, um tómlæti kirkjunnar að því er snertir hin félagslegu vandamál? Ég vil í því efni leiða Ragaz heitinn fram sem vitni og tek þá upp nokkurn kafla úr riti því sem ég áður hef vitnað til; hann segir: „Það er hinn sorglegi opinberi leyndardómur kristnu sögunnar, að hinn vana- bundni og opinberi kristindómur hefur ekki með jafn mikilli áfergju sótzt eftir neinu valdi einsog því sem að dómi Jesú er mesti óvinur Guðs, en það er mamm- on. I þessu efni er umkvörtunin gömul. Fransiskusarhreyfingunni er stefnt bæði gegn mammonshyggju og veraldlegri valdabaráttu kirkjunnar. Um þessi efni við- hefur Dante í skáldskap sínum hvað eftir annað hin þyngstu refsiorð. Utaf þessu atriði blossaði upp sú trúarlega bylting sem nefnd hefur verið siðabót. En þó að verstu ágöllunum hafi verið rutt úr vegi, þá er hinn opinberi kristindómur ennþá fjarri því að halda fram þeim skilningi á eignunum sem er í samræmi við skoðun Jesú og Biblíunnar allrar. Aftur á móti aðhyllist hann miklu fremur skoðun borg- aralega og kapítalistiska tímabilsins, og hann ver heilagleika einkaeignarinnar á þann hátt að betur samsvarar Rómarétti en anda Biblíunnar. Þar var honum miklu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.