Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 54
172 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hugstæðari „heilög" eign þeirra sem þegar eiga, heldur en hinna sem ekki eiga. Ég veit ekki til þess að vorar svissnesku kirkjur hafi nokkumtíma höfðað til kristi- legrar samvizku í þá átt að allir menn ættu að eiga eignir, að öllum mönnum eigi að vera tryggð vinna, að allir menn eigi að fá þau laun vinnu sinnar að fjölskylda geti lifað heilbrigðu og glöðu lífi af þeim launum, að allir menn eigi að hafa þau húsakynni sem geri heimilislíf mögulegt; og loks, að hver maður fái sinn hluta af landi, Ijósi og lofti. Bænin um daglega brauðið hefði þó átt að gera allt þetta sjálfsagt. Nýlega kom hér fram lagaframvarp, sem fór í þá átt að þeir sem eignir eiga áttu að miðla dálitlu til þeirra sem ekki eiga, sérstaklega þó til sárfátækra og sjúkra. Frumvarp þetta var að vísu gallað, svo að þessvegna var hægt að berj- ast á móti því og fella það, en samt vildi það nú alveg bersýnilega láta í ljósi kristilega meginreglu. En þá voru allt í einu til hjá oss kirkjur, sem mundu eftir eignarréttinum, einmitt nú, þegar um var að ræða eignir hinna ríku og ríkustu! Nú var talað um voða sem væri á ferðum að því er snerti heilögustu gæðin, semsé siðferðilega undirstöðu þjóðlífsins og það var varað við innrás bolsjevismans. Nú var talað um heilagleik einkaeignarinnar, í fullkominni andstöðu við ritninguna sem þekkir í raun og veru alls ekki neina einkaeign, en heldur því fram frá byrjun til enda, að öll eign tilheyri í raun réttri Guði og bróðurnum og að handhafar jarðneskra gæða séu ekki annað en ráðsmenn þessara eigenda. Þýzka þjóðin ætlaði á vorum dögum að taka eignirnar af furstunum sem höfðu steypt henni í glötun, en eignum þessum höfðu furstarair hrúgað saman á liðnum ■öldum á kostnað almennings og að mestu leyti hafði þeim verið rænt frá almenn- ingi. Nú átti að fá þessar eignir í hendur fátækum mönnum og þurfandi, en þeir ■eru sérstaklega margir í Þýzkalandi og er það líka furstunum að kenna. En þegar þetta átti að gerast, þá voru það enn þýzku kirkjurnar sem ákafast vörðu eignar- rétt furstanna, sömu kirkjurnar sem ekki höfðu hreyft sinn minnsta fingur þegar meginþorri þjóðarinnar var með gengisfalli sviptur öllu sem hann átti eftir, til þess að minni hlutinn, sem áður var auðugur og voldugur, gæti náð í þann hluta eign- anna líka. Þessi afstaða hins opinbera kristindóms til eignanna, sem er alveg andstæð anda Krists, stendur í sambandi við það, að þessi kristindómur er borinn uppi af þeim hluta þjóðfélagsins sem er því nákomnastur að núverandi eigna- og valda- hlutföllum sé við haldið. Hverjir eru það sem sækja kirkjur vorar? Borgaralega miðstéttin og bændumir í sveitunum. Hvaðan koma prestar vorir? Af heimilum presta, kaupmanna, iðnaðarmanna og menntamanna, og stöku sinnum bænda. Hverjir eiga sæti í sóknarnefndum vorum? Enn er það — auk bændanna — borg- aralega miðstéttin, kaupmaðurinn, bankamaðurinn, ofurstinn, undirkennarinn, aðeins einstöku sinnum „heldri verkamaður" og ennþá sjaldnar skipulagsbundinn félagi, og verður hann þá alltaf að vera einn af þeim spakari! Er það nú nokkur furða þótt sh'kar samkundur gangi óttaslegnar framhjá hinum miklu baráttuefnum nútímans? Þar er hvorki talað um stríð né vígbúnað, né heldur um viðfangsefni félagsmálabaráttunnar. Þar er talað um breytingar á handbókinni og nýja biblíu- þýðingu, en útifyrir eru blóðugir logar styrjaldanna þjóða í milli og félagslegrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.