Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 65
ÆVI MITSJÚRINS
183
um boðið að kaupa tilraunastöð hans og jurtasafn. Mitsjúrin neitaði öllum þess-
um glæsilegu boðum. Hugsjón hans var sú að alþýða hans eigin lands skyldi njóta
ávaxtanna af starfi hans.
Þegar bolsévíkar komust til valda með októberbyltingunni árið 1917 urðu fljótt
umskipti til hins betra í ævi Mitsjúrins. Hann fagnaði byltingunni allshugar sem
óumflýjanlegri sögulegri nauðsyn og sögulegu réttlæti. Hann gekk í þjónustu land-
búnaðarráðuneytis bolsévíkastjómarinnar strax árið 1918, og árið 1919 var rækt-
unarstöð hans gerð að ríkiseign með samþykki hans sjálfs og sett undir yfirstjóm
landbúnaðarráðuneytisins.
Tilkoma sósíalismans gaf Mitsjúrin nýjan starfsþrótt og nýja von. Það sem
hann ritar um lífsstarf sitt á áttræðisafmælinu er með allt öðmm blæ en það sem
hann ritaði 20 ámm áður. Nú virðist honum framtíðin björt og honum finnst sínu
hjartans máli borgið í höndum sovétþjóðanna. Hann fagnaði því einnig að hin
mikla hugsjón Leníns um endurræktun eyddra landssvæða væri orðin að raun-
verulegu hagnýtu viðfangsefni miljóna sovétbúa. Mitsjúrin minnist þess með stolti
að sjálfur Lenín veitti starfi hans athygli og taldi það mikilsvert.
Garðyrkjustöð Mitsjúrins var aukin mjög árið 1921 eftir fyrirmælum stjórnar-
innar og gerð að stórkostlegri tilrauna- og uppeldisstöð jurta fyrir öll Sovét-
ríkin. í dag er Mitsjúrin-rannsóknarstöðin stórfengleg vísindastofnun þar sem
ræktaðar eru nýjar tegundir jurta og ungir menn fá undirbúningsmenntun undir
störf í öllum greinum landhúnaðarins.
Sérstakt ríkisbú hefur verið sett upp í sambandi við rannsóknarstöðina. Aldin-
garðarnir þar sem ræktaðar eru ávaxtategundir Mitsjúrins ná yfir þúsundir hekt-
ara. Undir þessa stöð heyra 50 aðrar aldinræktarstöðvar víðsvegar um Sovétríkin.
Stjórn Sovétríkjanna veitti Mitsjúrin margskonar viðurkenningu og heiður. Len-
ínorðuna fékk hann árið 1931 og einnig hið rauða heiðursmerki vinnunnar. Árið
1932 var horgin Kozlof í Tambof-héraði þar sem Mitsjúrin starfaði alla sína löngu
ævi skírð nafni hans og heitir nú Mitsjúrinsk.
1 bréfi til Stalins sem Mitsjúrin ritaði á 60 ára starfsafmæli sínu segir hann:
„Kommúnistaflokkurinn og verkalýðsstéttin hafa gefið mér allt sem ég þarfnast
— allt j>að sem vísindamaður getur óskað sér til þess að geta starfað."
Mitsjúrin sá draum lífs síns rætast: Dýrmætar nýjar ávaxtategundir, sem hann
hafði komið upp, urðu almennings eign. Hann lét jurtir vaxa og bera ávöxt á
landssvæðum þar sem menn hafði ekki dreymt um að sjá tré svigna undan þunga
þroskaðra aldina, vínþrúgur í Tsjeljabinsk, aprikósur í Síberíu, perur í Altaj-
fjöllum. —
„Vér getum ekki heðið eftir því að náttúran rétti oss gjafir sínar. Vér verðum
að knýja hana til að láta þær af hendi.“ Þetta voru einkunnarorð Mitsúrins og
það má með sanni segja að hann lagði grundvöllinn að valdi mannsins yfir þróun
náttúrunnar.
„Mennirnir geta og hljóta að framleiða nýjar jurtategundir betri en þær sem
náttúran sjálf hefur skapað." Réttmæti þessara ummæla sannaði Mitsjúrin sjálfur
með ævistarfi sínu og þau orð eru nú letruð á fótstall styttu hans í Mitsjúrinsk.