Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 75
MYNDLIST 193 skurðarlistarinnar, eða tréskurðarlist hafin í æðra veldi. Tréskurðurinn er venju- legast flúr á einum fleti, en höggmyndin notar allar víddir og verður að skoðast frá öllum hliðum. Sá listunnandi, sem ekki kann að meta höggmyndir, er líkt á vegi staddur og tónlistarunnandi, sem ekki hefur lært að meta kammermúsík. Hliðstæðan er ekki svo fráleit: Málverkið á sér aðeins einn flöt og má því skoð- ast í einni sjónhending og er að því leyti líkt sólólaginu, sem svo nýtur aðstoðar undirspilsins til uppfyllingar með tilbreytilegu hljóðfalli og litauðgi samhljóm- anna. I kammermúsík aftur á móti hefur hver rödd, hvert hljóðfæri jafnt gildi. Það sama gildir um höggmyndina, hvert atriði hennar er jafn áríðandi: lögun, lín- ur, hlutföll, leikur Ijóss og skugga og samspil hrynjandinnar, sem verður fjölþætt- ari vegna kringsjárinnar. Mér er óhætt að fullyrða, að þegar málverk og höggmyndir hafa verið sýndar hér saman, hafa ekki meira en 1—2 af hundraði sýningargesta skoðað höggmynd- irnar af nokkrum áhuga eða skilningi. Það er því ekki lítið gleðiefni fyrir þá sem unna íslenzkri höggmyndalist, hversu vel þeim var tekið í Osló. Þegar blöðin fóru að skrifa um sýninguna og einkum þegar gagnrýnendurnir fóru á stúfana, þá varð það augljóst mál, að sýningin var sigur fyrir íslenzkar höggmyndir. Dagblöðin í Reykjavík hafa skýrt nokkuð rækilega frá blaðadómunum, svo það er óþarfi að endurtaka þá hér. En það er athyglisvert fyrir okkur hversu vel þeir eru skrifaðir, skrifaðir af hlutlausri sanngirni, kunnáttu og viti — og mættum við nokkuð af því læra! Ég sagði að sýningin hefði verið sigur fyrir íslenzkar höggmyndir, en hún var um leið persónulegur sigur fyrir þá Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, eins og við mátti búast. Þeir áttu báðir það margar myndir og vel valdar, að þær gáfu gott yfirlit yfir tækni þeirra og fjölbreytta hæfileika. Þeir eru menn ólíkir, en báð- ir ljóst og skemmtilegt dæmi um hinar tvær tegundir listamanna, því Ásmundur er listamaður djúprar íhygli, en Sigurjón listamaður óskeikullar eðlisávísunar (intuition). Það er mál til komið að íslendingar geri sér ljóst, að þeir eiga í þeim einhverja fremstu myndhöggvara sinna jafnaldra á Norðurlöndum. Þeir hafa báðir sýnt með ódrepandi þrautseigju hvað í þeim býr og aldrei hvikað frá settu marki. En hvernig höfum við svo búið að þessum ágætu listamönnum? Sigurjón býr í Laugameskamp 70. Heimilisfangið eitt segir heila sögu. Hann býr þar ásamt konu sinni, sem er einnig hinn ágætasti listamaður, og þykist hepp- inn að hafa þak yfir höfuðið, þó það sé ekki veglegra. Myndir þeirra hlaðast þar upp í kringum braggana, því bæði eru þau jafn áhuga- og atorkusöm. (í því sam- bandi er gaman að minnast þess, að starfsbræður okkar í Osló héldu að Ásmund- ur og Sigurjón hlytu að vera auðugir menn að ráðast í svo margar og stórar mynd- ir án þess að fyrir lægju nokkrar pantanir eða jafnvel möguleikar á að selja þær). Sigurjón var búsettur í Danmörku um átján ára skeið. Árið 1935 réðist hann í að búa til stærstu mynd, sem hann hefur nokkru sinni gert. Það var „Fiskstökk- un“, 3X4 m að stærð, gerð úr steinsteypu og sýnd í Kaupmannahöfn og Árósum og hlaut mjög góða dóma. Fyrir einarða milligöngu þáverandi sendiherra okkar, Sveins Björnssonar, varð það úr að ríkisstjómin festi kaup á myndinni og flutti Timarit Máls og menningar, 2. h. 1951 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.