Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 79
UMSAGNIR UM BÆKUR 197 höfundurinn á rétt á því að láta sitt sjón- armið ráða um valið. I ritdómi þessum verður engin tilraun gerð til þess að endursegja í ágripi efni bókarinnar. Slíkt væri ógemingur. Rétta hugmynd um efnið fá menn aðeins með gaumgæfilegum lestri bókarinnar sjálfr- ar. Og hans mun engan iðra. Mikla sögu og heillandi ber okkur fyrir sjónir, um sumt líka vorri eigin, en stærri, ástríðu- fyllri, átakanlegri. í borgríkjum hins sólvermda Hellas þróaðist hámenning, sem jafnan töfrar okkur með fjölbreytni sinni og fullkomleika. Við enga þjóð voru guðirnir örlátari, engri þjóð sögðu þeir óvæntar sitt óbifanlega: Hingað og ekki lengra. Þótt Grikkir væru hverri þjóð fjölhæfari, voru þeir ekki jafnvígir á allt. Þeim auðnaðist ekki, fremur en íslendingum 12. og 13. aldar, að beina stjórnmálaþróun sinni í það horf, sem nauðsyn tímans krafði. Ollu þessu lýsir höfundur á sinn ró- lega og öfgalausa hátt. Þó vil eg leyfa mér að benda á fáein atriði, sem eg tel að betur hefðu mátt fara. Eins og eg gat um áðan, er I. kafli bókarinnar að mestu nýr. Eru þar greind ýmis smáatriði, svo sem stærð einstakra sala og herbergjaskipun í konungshöll- um, sem grafnar hafa verið úr jörðu á Kríteyju og víðar. En annars er lýsingin í molum, vantar heildarsvip. Smámun- irnir eru of rúmfrekir. Efnið hefur ekki hitnað nógu vel á andlegum afli höfund- ar. Dálítið ber á pennaglöpum, sem lýta verkið, þótt í smáu sé. Trója átti sér níu líf eins og kötturinn, er óskáldleg líking. Ekki getur lieldur skýringin á hinum nafntogaða hernaðaranda Spartverja talizt djúpfær: „En hvað var það þá, sem gjörði Spartverja svo herskáa og mótaði svo mjög allt þjóðlíf þeirra? Það var þetta, að þeir voru vandir við hermennsku frá barnsaldri (7 ára aldri).“ En hvernig stóð þá á því, að Spartverjar vöndu sonu sína við her- mennsku allt frá 7 ára aldri? Nú, auð- vitað af því að þjóðin var svo herská. Circulus vitiosus! Eftirfarandi skýring á uppruna fræðiljóðanna grísku, sem tóku við af hetjukvæðunum, er óákveð- in og margræð eins og véfrétt: „Þótti þá meira í það varið að vita, hvernig starfa skyldi og strita á hverjum árs- tíma, heldur en þjóna gimdum sínum eða hugsa um stjómmál og byltingar" (bls. 95). Oftast eru þessi pennaglöp þó óvemleg, en alltaf eru þau dauð og óþörf í frásögninni. Höfundur lætur venjulega betri skýringar fylgja. Um einstaka atriði freistast hann þó til að draga of einfaldar línur, annaðhvort af vægð við takmarkaðan skilning lesand- ans eða hann vildi gefa okkur ákveðnari mynd en heimildimar leyfðu. Hið síð- ara, e. t. v. hvomtveggja, á sér stað í lýsingu hans á þróun arintrúarinnar. Verður ekki komizt hjá að drepa nánar á það. Þegar höf. hefur rakið, hvemig „arintrúin og áadýrkunin skóp ættina og ættbálkinn", segir hann: „En hvemig mátti það þá verða, að þjóðfélag yrði úr mismunandi ættum, er tignuðu hver sína heimilisguði og áttu því í raun réttri ekkert sameigin- legt? — Til þess varð trúin auðvitað að breytast nokkuð, en þó ekki meira en svo, að hún hefði afl og myndugleika til að móta þjóðfélagið í svipaðri mynd og líkingu og heimilið hafði verið mótað í. Ráðið til þess að sameina ættirnar var ofur einfalt. Það var ekki annað en finna einhvern sameiginlegan ættföður. Þá var honum reistur arinn, og utan um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.