Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 80
198 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann hnöppuðust ættirnar. En með Jjví að fá sameiginlegan ættföður og sam* eiginlegan arin, voru þeir, sem hlut áttu að máli, orðnir kynbræður, enda voru slík trúarfélög nefnd bræðralög.“ Þetta sama ráð dugði til að sameina bræðra- lögin í kynþætti. „En einnig kynþætt- irnir reyndust oft ónógir til þjóðfélags- stofnunar. Varð þá að sameina aftur kynþættina með því að finna einhvem æðri guð, er þeir gætu sameinazt um. En upp úr þeirri samsuðu urðu loks borgríkin (poleis) til.“ Þessi einfalda lýsing á þróun trúarbragðanna er ekki mjög sannfærandi. Verður naumast skil- ið, að trú, vaxin af þessari einu rót, hefði megnað að sameina sundurleitar ættir, ættbálka og kynþætti í þjóð og ríki, sem stóðust harða pólitíska reynslu. Og hér er í rauninni gengið fram hjá hinum pólitíska raunveruleika, óhjákvæmilegri nauðsyn, sem þrýsti jafnvel fjandsamlegum ættbálkum til að mynda pólitíska heild. Að finna sam- eiginlegan ættföður, sameiginlegan guð, var oft ekki annað en tákn, sem helgaði pólitískar staðreyndir. En trúin sjálf var ekki samkomulagsatriði. Hún streymdi frá dýpri lind. Þess gætir oftar, að hinir pólitísku og menningarsögulegu viðburðir eru ekki raktir til dýpstu róta. Það á t. d. við um fall hellensku borgarríkjanna og það hrun hellenskrar menningar, sem því fylgdi. Höf. virðist ætla, að þjóðræði Aþeninga og hemaðaranda Spartverja sé þar helzt um að kenna. Þetta gæti virzt vafasamt. Dæmi em þess, að hernaðarandi, áþekkur þeim spart- verska, hafi orðið meginafl í þróun voldugra ríkja. Engu síður hefur þjóð- ræðið orðið það, ef þjóðin aðeins átti brekkusækni og foringjar hennar sýndu henni eftirsóknarverð markmið. Skýr- ing höfundar nægir því ekki. Orsökin liggur dýpra. Ut frá henni skýrast aftur á móti sú óheillavænlega stefna, sem hemaðarandi Spörtu tók, og mistök þjóðræðisins í Aþenu. Hinn bráði aldur- tili hellenskrar menningar rekur rætur sínar til uppruna hennar og gerðar. Hún óx í borgríkjum, smáum, fámennum. Ríkishugmynd Grikkja var takmörkuð við borgarmúrana. Bæði Sparta og Aþena háðu landvinningastríð, sigruðu önnur hellensk borgríki og kúguðu þau til að greiða sér skatt. En þeim kom ekki til hugar að fella hina sigmðu inn í ríki sitt, þenja það út yfir allt Grikk- land, líkt og Haraldur hárfagri gerði við smáríki Noregs eða prússajöfrar við furstadæmin þýzku. Fyrir Hellenum var það einskonar trúaratriði, sem jafnvel Platon staðfesti, að polis gæti ekki vax- ið og mætti ekki vaxa, nema manngerð íbúanna og menning færust. M. ö. o.: Ríkishugmynd þeirra var stirðnuð, þeir eygðu enga þróunarmöguleika fyrir hana. Þessi stirðnaða po/ishugmynd varð banamein grískrar menningar. Filippus Makedóníukonungur skildi kröfu tímans. Honum var ljós nauðsyn þess að innlima hinar sigruðu hellensku borgir í ríki sitt, vopna heri þeirra á ný undir sínu merki og sinni stjóm, stefna þegnum sínum öllum að stóru, sameigin- legu markmiði. I vissum skilningi tókst honum, barbaranum, að sameina Hell- ena. En þjóðarsál þeirra var þá lömuð og þrotin. Aðeins út frá þessu sjónarmiði skilj- um við til fulls hinn átakanlega harm- leik í baráttu mælskusnillingsins Dem- ostheness. Hann berst gegn örlögum, sem hellenska þjóðin hefir þegar kall- að yfir sig og orðin em óumflýj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.