Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 21
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Þessi hlutur - eða tónlist af streingjum
Inorðanverðum hinum mikla hall-
argarði í Peking, Pei Hai, stendur
lítill gildaskáli þar sem Tzu Hsi keis-
aradrotníng var vön að hvíla sig og
fá sér ofurlitla mismálagetu þegar
hún var úti að gánga sér til hressíng-
ar. En eftir að keisaraættinni hafði
verið hrundið frá völdum snemma á
þessari öld urðu fáir til að efla og
styrkja gildaskálann í Norðurgarðin-
um, enda lagðist hann af mikinn part
úr mannsaldri. Ekki als fyrir laungu
vitnaðist að enn væru á lífi fjórir
eldamenn drotníngar. Þar voru þeir
menn sem einir í Kína kunnu að mat-
reiða við hæfi tíginna manna er áður
réðu fyrir landi. Sá sem séð hefur
hallir keisaranna mun renna grun í
hvílík þau krásaborð hafi verið, sem
slíkum öldúngum væru samboðin.
Svo hafa sagt fróðir menn, að aldrei
hafi færra en hundrað rétta verið
fram borið fyrir Tzu Hsi keisara-
drotníngu á málum, og hafi hún
kroppað lítið eitt af hverjum einsog
fugl. Síðan drotníngu leið hefur ekki
verið skammtað af slíkum skörúngs-
skap í Kínaveldi.
í fyrra lét ríkisstjórnin kalla
frammúr myrkrum forna eldamenn
keisarahirðarinnar og lagði fyrir þá
að kenna úngum matsveinum að búa
nokkra þá fáheyrða og undursamlega
krásadiska sem að öðrum kosti
myndu falla í gleymsku eilíflega.
Þá var aftur lokið upp hinum forna
gildaskála í Pei Hai og var hann gerð-
ur að skóla matreiðslumanna er mest
hlutverk var ætlað í þeirri grein í
Kínaveldi. Ekki var seinna vænna að
smala saman hinum fornu meistara-
kokkum, því tveir dóu úr elli sama ár-
ið og þeir voru endurhafnir til virð-
íngar, og eru nú aðeins tveir eftir að
kenna mönnum list sem er einstök í
heimi.
Mér var sýndur sá óverðskuldaður
sómi sem ég verð seint maður til að
lofa einsog vert er, og aldrei að
umbuna, að síðastur matreiðslumað-
ur kínversku keisaraættarinnar reiddi
okkur hádegisverð sjálfur. Málsverð-
urinn samanstóð af margföldum krás-
um eftir því sem siðvenja var til við
hirð þeirrar drotníngar sem ekki hef-
ur aðeins staðið ofar flestum keisara-
11