Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 37
UM SÖFNUN OG VARÐVEIZLU ÍSLENZKRA SÖGUHEIMILDA
háaloftum, er þeim hafði verið ætlað-
ur staður til þessa, inn í reisulegasta
hús bæjarins. Safnahúsið er glæsileg-
ur vottur um stórhug hinnar ungu
aldamótakynslóðar íslands. Loksins
hafði hin bókelska þjóð reist andlegri
iðju sinni verðugan minnisvarða. En
þótt við höfum búið hinum opinberu
heimildum sögu okkar öruggan sama-
stað, þá fer því þó fjarri, að við höf-
um gert öllum söguheimildum okkar
rétt skil. Saga fslands er ekki öll, þar
sem er hin opinbera saga þess, og ís-
lenzkar söguheimildir eru ekki allar í
þeim gögnum, sem tengdar eru hin-
um sundurleitu greinum ríkisvaldsins.
íslenzka þjóðin á sér, eins og allar
aðrar þjóðir, sína rúmhelgu sögu, svo
sem hún birtist í dagfarslegri önn ein-
staklinga og þjóðfélagsstétta og sam-
tökum þeirra. Það er hér sem komizt
verður inn að kviku þjóðarsögunnar,
og því miður eru fjölmargar heim-
ildir um þessa sögu í voða, og hefur
svo verið um langa stund. Þessum
heimildum má skipta í tvo aðal-
flokka: sendibréf einkamanna og
heimildir um atvinnusögu þjóðarinn-
ar, sérstaklega verzlunarheimildir
hennar.
Það dylst engum, sem fengizt hefur
við sagnfræðileg viðfangsefni, hvílík-
ur heimildaauður er fólginn í bréfum
einkamanna. Heimildagildi þeirra fer
auðvitað mjög eftir þeim sögulegu
aðstæðum, sem þau eru skrifuð við.
Á sumum öldum varð bréfritun sér-
stök listgrein, háð föstum formum
ákveðinnar tízku, svo sem í tíð hinn-
ar klassísku rómversku fornaldar, er
Ciceró og Seneca sköpuðu fyrirmynd-
ir í bréfgerðarlist og höfðu djúp áhrif
á bréfaskriftir renaissancetímans og
allar götur fram á 18. öld, einhverja
mestu bréfaöld sem um getur í Evr-
ópu. Stundum eru slík bréf heilar rit-
gerðir heimspekilegs eða fagurfræði-
legs efnis, svo sem bréf þeirra Goethes
og Schillers, stundum eru þau ekki
annað en bæjar- eða hirðslúður, en
jafnan hafa þau að geyma sögulega
tjáningu á staðreyndum, sem aðrar
heimildir þegja oftast um. Þótt mað-
ur skyldi ætla, að bréf væru fyrst og
fremst heimildir um persónusögu
manna, þá er hitt engu óalgengara,
að þau varpi nýju ljósi á almenna
sögu, fjölbreytnin í heimildagildi
einkahréfa á sér yfirleitt engin tak-
mörk. Bréfin eru ein persónulegasta
tjáning hverrar aldar, rödd hennar og
ósjaldan leyndarmál hennar, þar má
oft greina sannleikann frá hinni opin-
beru lygi.
19. öldin er hin mikla bréfaöld í
sögu Islendinga, og engin furða í svo
strjálbýlu landi með erfiðar sam-
göngur og lengst af lítinn blaðakost,
en í sama mund hafði þjóðin milda
þörf fyrir að ræðast við innbyrðis.
Heimildagildi íslenzkra bréfa á síð-
ustu öld er því að sumu leyti meira
en gildi sams konar heimilda er-
lendra. Við þetta bætist, að hinn ís-
27