Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Strjúka á mér hárið! Hvaða vitleysa er í þér drengur! Ég er svo aldeilis
hissa!
Hún ókyrrðist á stólnum, tók af sér fingurbjörgina, braut saman marrandi
táknflíkina í kjöltu sér og snaraði henni upp á borðshornið hjá Charlotte
Löwensköld.
Á ég ekki að útvega þér nokkrar tölur? spurði hún síðan og beið ekki eftir
svari: Ég skal koma með þær á morgun og festa þær á buxurnar.
Nei, heyrði ég sjálfan mig segja í torkennilegum rómi. Það tekur því ekki.
Jæja, sagði hún, er þér kannski sama þó fimm eða sex vanti?
Áður en ég gæti komið orðum að því, að ég mundi aldrei aftur fara í þessar
buxur, þetta stórröndótta tákn, leit stúlkan hálfvegis um öxl sér og brosti
þannig, að hægri höndin á mér hlýddi samstundis ókunnu lögmáli og byrjaði
að strjúka á henni hárið. Mér er nær að halda að stúlkan hafi einnig titrað
fyrir ókunnu lögmáli og jafnvel hallazt að mér í svip, en þó þori ég ekki að
fullyrða neitt, skynjaði allt í senn á draumkynjaðan hátt: himingeiminn,
tunglsljósið, jörðina, húsið, þessar grönnu axlir og þessa mógullnu lokka,
sem fylltu lófa minn og um leið vitund mína, bylgjóttir eins og tónar, hlýrri
og mýkri en mig hafði órað fyrir. Það kann að vera rangminni, eða ímyndun,
að eyrun á okkur hafi verið komin saman og vangar okkar farnir að heilsast,
þegar einhver raunsæisstjarfi læstist um stúlkuna:
Æ, sagði hún, láttu ekki svona!
Ég hélt áfram að strjúka á henni hárið.
Svona, hættu nú! skipaði hún. Hættu þessum kjánaskap!
Það er tunglsljós, sagði ég.
Hún hnykkti höfðinu undan lófa mínum og stjakaði við mér, leit snöggt til
dyra og þvínæst á frakkana, sem biðu á snögum ásamt höttum þingmanna,
svartir, þungbúnir og ábyrgðarfullir.
Af hverju læturðu eins og kjáni? spurði hún og saug ögn upp í nefið. Ertu
alveg frá þér drengur?
Höndin á mér lyftist að nýju, en dokaði þó við á stólbakinu:
Það er tunglslj ós —
Já hættu! sagði stúlkan og færði til stólinn, hreimurinn í rödd hennar öld-
ungis afdráttarlaus, svipurinn tóm raunsæisstefna, eins og hún hefði aldrei
litið í bók eftir sænska skáldkonu. Ég skal muna eftir tölunum á morgun, sagði
hún eftir nokkra þögn og ætlaði að fara að ganga frá nál og tvinnakefli,
fingurbjörg og skærum, þegar hún varð fyrir því óhappi að missa töskuna
sína opna úr kjöltu sér.
32