Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Strjúka á mér hárið! Hvaða vitleysa er í þér drengur! Ég er svo aldeilis hissa! Hún ókyrrðist á stólnum, tók af sér fingurbjörgina, braut saman marrandi táknflíkina í kjöltu sér og snaraði henni upp á borðshornið hjá Charlotte Löwensköld. Á ég ekki að útvega þér nokkrar tölur? spurði hún síðan og beið ekki eftir svari: Ég skal koma með þær á morgun og festa þær á buxurnar. Nei, heyrði ég sjálfan mig segja í torkennilegum rómi. Það tekur því ekki. Jæja, sagði hún, er þér kannski sama þó fimm eða sex vanti? Áður en ég gæti komið orðum að því, að ég mundi aldrei aftur fara í þessar buxur, þetta stórröndótta tákn, leit stúlkan hálfvegis um öxl sér og brosti þannig, að hægri höndin á mér hlýddi samstundis ókunnu lögmáli og byrjaði að strjúka á henni hárið. Mér er nær að halda að stúlkan hafi einnig titrað fyrir ókunnu lögmáli og jafnvel hallazt að mér í svip, en þó þori ég ekki að fullyrða neitt, skynjaði allt í senn á draumkynjaðan hátt: himingeiminn, tunglsljósið, jörðina, húsið, þessar grönnu axlir og þessa mógullnu lokka, sem fylltu lófa minn og um leið vitund mína, bylgjóttir eins og tónar, hlýrri og mýkri en mig hafði órað fyrir. Það kann að vera rangminni, eða ímyndun, að eyrun á okkur hafi verið komin saman og vangar okkar farnir að heilsast, þegar einhver raunsæisstjarfi læstist um stúlkuna: Æ, sagði hún, láttu ekki svona! Ég hélt áfram að strjúka á henni hárið. Svona, hættu nú! skipaði hún. Hættu þessum kjánaskap! Það er tunglsljós, sagði ég. Hún hnykkti höfðinu undan lófa mínum og stjakaði við mér, leit snöggt til dyra og þvínæst á frakkana, sem biðu á snögum ásamt höttum þingmanna, svartir, þungbúnir og ábyrgðarfullir. Af hverju læturðu eins og kjáni? spurði hún og saug ögn upp í nefið. Ertu alveg frá þér drengur? Höndin á mér lyftist að nýju, en dokaði þó við á stólbakinu: Það er tunglslj ós — Já hættu! sagði stúlkan og færði til stólinn, hreimurinn í rödd hennar öld- ungis afdráttarlaus, svipurinn tóm raunsæisstefna, eins og hún hefði aldrei litið í bók eftir sænska skáldkonu. Ég skal muna eftir tölunum á morgun, sagði hún eftir nokkra þögn og ætlaði að fara að ganga frá nál og tvinnakefli, fingurbjörg og skærum, þegar hún varð fyrir því óhappi að missa töskuna sína opna úr kjöltu sér. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.