Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ég þóttist geta ráðið af svip og látbragði andstæðra björgunarfrömuða úr öll- um landsfjórðungum, að þeir hefðu átt við nokkurn skurðageig að stríða eins og ég. Auk þess er mér nær að halda að skólageigur hafi verið tiltölulega al- gengur kvilli í báðum deildum þingsins, því að smám saman varð mér Ijóst að menntunarleysið yrði mér sízt til baga, ef spádómur öldungsins rættist. Og hlaut hann ekki að rætast? Gat ég varið það fyrir samvizku minni að sitja hjá og hafast ekki að, meðan þjóðarskútuna rak æ lengra inn í ólgandi brimskafl? Bar mér ekki skylda til að fara nú þegar að búa mig undir torvelt bjargráða- starf, temja mér ósérplægni og fórnarlund, reyna af fremsta megni að brjóta til mergjar þau vandamál, sem grúfðu yfir þjóðarskútunni og fjöreggi henn- ar? Ég tók krónupening úr vasa mínum á drungalegu síðkvöldi og virti hann fyrir mér góða stund, en þvínæst vissi ég ekki fyrr til en ég var kominn inn í Kringlu, fatageymslu þingmanna, þar sem ung stúlka gætti nokkurra svartra frakka, hatta og skóhlífa. Hún sat við lítið borð og las að vanda rómantíska skáldsögu, að þessu sinni eftir Selmu Lagerlöf. Mógullnir lokkar hennar komu mér jafn mjúklega fyrir sjónir í rafljósabirtu eins og þegar ég hitti hana í and- dyri þinghússins, fáein skref frá glottandi tákni fallvaltleikans, beinagrindinni í læknadeild. Ég útskúfaði rómantískum skáldsögum úr huga mér og minntist ekki á Selmu Lagerlöf, heldur gekk um gólf með hendur á baki og lýsti yfir því, að ég ætlaði að verða stjórnmálamaður. Það fór hrollur um stúlkuna, þrátt fyrir hálsklút og peysu, enda voru glugg- ar stórir á Kringlu, en ofnar litlir: Úff! Hvað varstu að segja? spurði hún og leit upp úr bókinni. Ég ætla að verða stjórnmálamaður. Jæja, sagði hún í áhugalausum rómi og lagfærði á sér klútinn. Skelfing er illa kynt í kvöld! Allir verða að spara, sagði ég. Hún gegndi því öngvu. Kolin eru dýr innflutningsvara, sagði ég. Hún neri saman lófum og virtist stara á eitthvað í fjarska, en síðan hopaði svipur hennar undan hagspeki minni og augnaráð hennar undan skammdegis- myrkrinu fyrir utan bera gluggana. Selma Lagerlöf hafði hana aftur á valdi sínu. Mér var ekki unnt að láta staðar numið: Hvernig lízt þér á ástandið? spurði ég. Hvað heldur þú um þjóðarskútuna? Ha? sagði hún. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.