Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 49
LIST OG KAPÍTALISMl Þegar við athugum eðli rómantík- urinnar, þessarar heillandi mótsagna- kenndu stefnu, hljótum við strax að sjá, að það var afar mismunandi í hinum ýmsu löndum, að á einum staðnum bar mest á þessum þætti hennar og annars staðar á öðrum. í hetju rómantíkurinnar, Lord Byron, er allt jafnríkt, viðbjóðurinn á prósa- ískum heimi, sem tekur á sig gervi lífsleiða, og löngunin til að brjót- ast út úr þessum heimi, öfgafull ein- staklingshyggja og huglæg viðhorf (subjektivismus) og þessu tengist svo ósvikin uppreisn, vilji til að taka þátt í frelsisbaráttu þjóðanna. f honum laust saman aristókratísku stolti og fífldj arfri uppreisnarþrá, riddaralegu „andófi“ og borgaralegum tilhneig- ingum. „Miklir peningar, mikið frelsi,“ sagði Goethe um hann. f Frakklandi var hinn byltingarsinnaði Stendhal arftaki frönsku upplýsingar- innar og byltingarinnar, hann kallaði sig rómantíker og að mörgu leyti með réttu; Goethe, sem dáði hann, skynj- aði lika rómantísku tilhneigingarnar í verkum hans. Heine segir í óhlífinni gagnrýni sinni á rómantíska skólan- um í Þýzkalandi (sem hann taldist sjálfur til), að hann sé „eitthvað allt annað en það, sem í Frakklandi geng- ur undir sama nafni“, tilhneigingar hans séu „allar aðrar en frönsku rómantíkurinnar". Franska róman- tikin fann nútímatilhneigingum dul- argervi miðalda, en gat ekki heldur afneitað arfi byltingarinnar miklu. Victor Hugo, hinn mikli fulltrúi franskrar rómantíkur, breyttist úr málsvara miðaldanna í ákæranda Napóleons III og verjanda byltingar- arfsins. Og loks í Austurevrópu þar sem kapítalisminn var ekki orðinn ráðandi, og rotið miðaldaskipulag lá enn á þjóðunum, var rómantíkin tvi- mælalaus uppreisn, ákall til þjóðanna gegn innlendum og erlendum kúgur- um, skírskotun til þjóðlegrar sjálfs- vitundar og „alþýðleika" gegn léns- skipulagi, einræði og erlendri áþján. Skáldskap Byrons sló þar niður eins og eldingu, hið rómantíska afturhvarf til þess „upprunalega“, til þjóðfræð- anna, til alþýðulistar, varð þar að vakningu gegn vansæmandi ástandi, hin rómantíska einstaklingshyggja varð að lausn persónuleikans úr mið- alda fjötrum. f rómantískri list Rússa, Pólverja og Ungverja má sjá óveðurstákn þeirra byltingastorma borgaralegs lýðræðis, sem í vændum voru. Þó rómantíkin í einu landi væri svona ólík því sem hún var í öðru, voru henni þó mikilsverð einkenni sameiginleg alls staðar. Ógeð á þeim heimi, sem listamaðurinn gat ekki verið í sátt við, tilfinning um upp- lausn og ringulreið, sem af sér leiddi þrá eftir nýrri þjóðfélagslegri „heild“. Hún leitaði til alþýðunnar, sagna hennar og ljóða (jafnframt því, að ,,alþýðan“ var gerð að ein- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.