Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verið sigruð áttu þau ekki að gegna öðru hlutverki en að sjá Þýzkalandi fyrir vinnu- krafti og hráefnum. Martin Bormann, sem var sérlegur einkaritari Hitlers árið 1941 lætur þessa skoðun í Ijós með því að full- yrða að í Austutrevrópu sé ekki til nein raunverulega sjálfstæð þjóð, sem hægt sé að hafa stjómmálalega samvinnu við, þar sé ekki annað en „mergð af samyrkjubeygðum Slövum, sem eigi að kúga og vilji láta kúga sig“. Þannig pössuðu kynþáttakenningamar eins og sniðnar á efnahagslega ásælni þýzka stóriðnaðarins, sem alltaf hafði litið á Dónárlöndin og evrópuhluta Rússlands sem óhjákvæmilegt útþenslusvæði til ágóða fyr- ir þýzkt efnahagslíf. Kenningamar um „lífsrýmið" komu algjörlega í veg fyrir alla hugsanlega samvinnu við íbúa Sovét- ríkjanna. Styrjöld Þýzkalands við Sovét- ríkin gat því undir þessum kringumstæðum aldrei orðið annað en nýlenduásælni sem stefndi markvisst að því að hneppa slav- nesku þjóðirnar í algjöra ánauð. Sú reynsla, sem fékkst í Úkraínu strax á fyrstu vikum átakanna gerði út um þetta. Fyrir árásina höfðu nokkrir njósnarar Þjóðverja komið sér í samband við stjórn úkraínskrar þjóðernishreyfingar. Þessum mönnum liöfðu verið gefin loforð um stofn- un sjálfstæðs ríkis í Úkraínu. Sama daginn og Lvov var tekin (24. júní 1941) var mynd- uð þjóðleg stjórn Úkraínu, en hún var aldrei viðurkennd af yfirvöldum hemáms- liðsins og meðlimir hennar lentu í fanga- búðunum í Sachsenhausen. Og því fór svo fjarri að frjálst Úkraínuríki yrði endur- reist, að hemámsyfirvöldin lögðu á það sér- staka áherzlu að hluta landið sundur. 011 Vesturúkraína (Galisía) var lögð undir yfirstjórn Póllands, það er að segja beint undir vald sjálfra þýzku yfirvaldanna. Odessasvæðið og löndin allt til Bug voru afhent Rúmeníu og kölluð Transdnistría. Loks var það sem eftir var af löndum Úkra- ínu sett undir stjóm Erich Kochs ríkis- kommissars, fyrrverandi Gauleiters í Aust- urprússlandi, andlegs föður Bormanns og Himmlers, og „stefna" hans takmarkaðist við arðrán þeirra, sem hann kallaði „undir- málsfólkið í austrinu". Það var ekki ein- ungis að Koch legðist gegn öllum tilraun- um til að stofna sjálfstætt Úkraínuríki, og þá einkum gegn viðleitni Leibbrandts, sem var fyrir stjómmáladeild austursvæðaráðu- neytisins, heldur hleypti hann af stokkun- um menntunarbannsstefnu, sem einkum var í því fólgin að afnema í hinni hemumdu Úkraínu alla kennslu nema frumstæðasta barnaskólalærdóm. Raunar var stefna ICochs ekki annað en framkvæmd tilskipunar frá Hitler sjálfum. Ilinn 30. marz hafði hann gert grein fyrir því á fundi herforingjanna hver mundi verða stefnan í hernumdum Sovétríkjum. Hann hafði ákveðið að menntamannastétt yrði engin til í hinum sigruðu Sovétríkjum. „Það ætti að banna tilkomu slíkrar stéttar. Það þarf ekki annað en sósíalistíska menntastétt af allra frumstæðustu gerð.“ Sömu tilhneigingar má finna í fyrirmælum Himmlers frá því í maí 1940: „Fyrir þá íbúa Austurevrópu, sem ekki eru af þýzku bergi brotnir má ekki vera um neina skóla að ræða umfram fjögurra ára barnaskóla. Markmið þessara skóla á að vera það eitt og einfaldlega að kenna að telja uppí 500, skrifa nafnið sitt, innræta þá kenningu að það sé vilji Guðs að allir hlýði Þjóðverjum, séu heiðarlegir, vinnusamir og kurteisir. Ég álít ekki nauðsynlegt að kenna lestur.“ Þessi fjarstæðukennda klausa sýnir okkur raunar kjarnann í kenningum Hitlers gagn- vart íbúum Sovétríkjanna. Afleiðingar slíkrar kenningar í fram- kvæmd gátu ekki orðið annað en ógnar- stjórn. Það var í rauninni kynþáttakúgun- arstefna, sem Hitler gaf fyrirskipun um að 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.