Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 39
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKUTAN OG TUNGLIÐ harða og stinna eins og segldúk, tíndi úr henni nagla og titti, braut hana sam- an með valdi og hljóp ofan stigann. A leiðinni til þinghússins veitti ég því skyndilega athygli, að hvít éljaský hafði greitt frá tungli og stjörnum. Jæja, þú ert kominn, sagði stúlkan og hætti þegar að lesa um sænskt hefðar- fólk, lagði frá sér Charlotte Löwensköld og tók tösku sína í staðinn. Hún grúfði sig yfir hana og sneri sér hálfvegis undan meðan hún var að hafa upp á saumnál, fingurbjörg, litlum skærum og svörtu tvinnakefli, en smellti því- næst aftur töskunni, þræddi nálina og byrjaði að skoða tákn köllunar minnar. Eg þerrði framan úr mér spónblað af svita. Hvað er þetta! sagði hún. Hvað er orðið af tölunum? Ég er hérna með fjórar, muldraði ég og stakk hendinni í vasann. Hinar eru víst týndar. Hún spurði mig ekki hvernig ég hefði farið að því að hemja á mér bux- urnar, heldur gætti að saumsprettum og varp öndinni: Hvar keyptirðu þær? Ég nefndi verzlunina. Þetta er ljóta efnið! Ég kingdi munnvatni: Það — það hrindir vel frá sér. Hún virtist trúa því mátulega, batt hnút á tvinnaspottann og hóf aðgerðina, þar sem þörfin var brýnust, hjá saumsprettunni að aftan. Mér vafðist tunga um tönn, þegar ég ætlaði að fara að tala á nýjan leik um bágindi ríkissjóðs, dómgreind og sparnaðarvilja. Djúpt í huga mér bærðist eitthvað, sem ég gat ekki hent reiður á, en fann samt fyrir, líkt og það væri að þumlunga sig upp á yfirborðið. Nokkra stund beið ég átekta, gekk um gólf og skotraði augunum á táknflíkina mína í kjöltu stúlkunnar, á stórröndóttar skálmar og sprunginn bakhluta, á silfurgrátt pils og rauða peysu, — unz þau tíðindi gerðust jafn- snemma, að táknflíkin kom mér herfilega fyrir sjónir og stytzta ákvæðið í flestum bjargráðafrumvörpum tók að suða fyrir eyrum mér: Laun nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. Mér varð svo mikið um þessa óvæntu skynjun, að ég vildi brjóta hana til mergjar í einrúmi, hvarf þegjandi út úr Kringlu og gægðist fyrst inn í neðri deild, en síðan inn í efri deild. Þegnskapur, fórnarlund! kvað við í auðum og rökkvuðum stólum. Hollusta við land feðra vorra á erfiðum tímum! Pallvörðurinn rölti til mín og sneri upp á skeggið, — hvort ég væri að leita að einhverjum? Laun nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði, hvíslaði ég. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.