Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 41
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ Ég ætla ekki að verða stjórnmálamaður, heyrði ég sjálfan mig segja við gluggann. Tunglsljósið lék um hvíta skýjafalda og tandurhreint snjóföl á þökum, flæddi yfir hrímgaðan steinvegg og fyllti mestallan trjágarðinn sunnan við þinghúsið. Mér fannst þögnin titra fyrir ókunnu lögmáli. Það marraði ögn í táknflíkinni, en ég leit ekki um öxl, heldur horfði út í tunglsljósið og byrjaði að titra eins og þögnin, unz stúlkan lét þess getið í ósköp venjulegum rómi, að þinginu yrði slitið á þriðjudag eða miðvikudag. Já, sagði ég. Svo kemur það ekki aftur saman fyrr en fimmtánda febrúar. Nei, sagði ég. Hvað ætlarðu nú að gera þegar þú hættir hérna? Ég veit það ekki, sagði ég. Ekki ennþá. Hitt vissi ég, eða öllu heldur fann, að ég kveið öngvu á ókomnum dögum, óttaðist ekki lengur um sjálfan mig fremur en þjóðarskútuna: Tungl og stjörn- ur höfðu sannfært mig um að mér mundi leggjast eitthvað til eins og henni. Það eru víst margir atvinnulausir — Bjartsýni mín haggaðist hvorki við þessi orð né hreiminn í rödd stúlkunnar, en samt sem áður tók ég viðbragð í næstu andrá. Ég mun hafa verið að horfa á hélaðar hríslur í garðinum bak við húsið og á skuggafléttur þeirra í tungls- ljósinu, þegar beinagrindin hjá lærisveinum Hippókratesar frá Kos stóð mér allt í einu fyrir hugskotssjónum. Hún hvarf mér að vísu jafn snöggt og hún birtist, en skildi þó eftir þann boðskap í straumfalli nýrrar skynjunar, að ég yrði að hafa hraðan á, mannsævin væri stutt, tíminn fljótur að líða. Ég vissi ekki fyrr til en ég tók að berast frá glugganum fyrir þessu straumfalli, þessu ókunna lögmáli, unz ég var kominn til stúlkunnar og farinn að ávarpa hana meðan hún festi síðustu töluna á táknflíkina mína. Ég skýrði henni frá því, að ég væri búinn að draga saman nokkur fjöregg, ætti rúmar átján krónur í pen- ingum, — hvort hún vildi verða konan mín? Stúlkan brosti að slíkri málaleitun, ráðlagði mér að skjóta kvonbænum á frest þangað til ég væri orðinn tvítugur að minnsta kosti, hryggbraut mig ein- hvernveginn svo elskulega og blátt áfram, að ég fann varla fyrir því. Konan þín — ertu genginn af göflunum! sagði hún og lauk við að festa töl- una, klippti sundur tvinnaspottann, lagði frá sér nál og skæri. Almáttugur, hvað þér getur dottið í hug! Má ég þá strjúka á þér hárið? spurði ég. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.