Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tillögur yfirstjómar landhersins um sókn-
ina til Moskvu. Hitler varð æfur, bölvaði
Brauchitsch og sagði að ákvörðun sín væri
þegar tekin, markmiðið væri Kiev, Ukraína
og Leníngrað. Þann 21. ágúst kunngjörði
hann herforingjunum fyrirskipanir sínar.
Sóknin var tekin upp aftur fjórum dögum
síðar. En nú leið að lokum hins rússneska
sumars. Stríðið var búið að standa í tvo
mánuði. Rauði herinn var enn ekki að velli
lagður. Síður en svo, hann barðist af meiri
ákafa og einbeitni en nokkru sinni fyrr.
Brynvagnar Guderians réðust til suðurs, í
átt til Úkraínu. Þeir snéru baki við Moskvu.
Sókn þýzka hersins á Okraínuvíglínunni
hófst 25. ágúst 1941, í dögun. Sóknin gekk
einstaklega seint og erfiðlega, jafnvel þar
sem bryndrekasveitir Guderians voru að
verki. Rússar linntu ekki gagnárásunum og
komu sífellt með nýjan liðsauka. Uppfrá
því gerði Blumenritt hershöfðingi sér grein
fyrir því að: „aftur og aftur er beitt fram
nýjum, óþreyttum og vel búnum hersveitum
Sovétríkjanna, sem leyniþjónusta okkar
hafði ekki einu sinni grun um að væru til.“
Hinn 19. september féll Kiev í hendur
Þjóðverjum. Þó mikilvægir sovézkir her-
flokkar hefðu verið umkringdir milli höfuð-
borgar Okraínu og Karkov var mótstaða
rauða hersins samt ekki brotin á bak aftur.
Jarðsprengjusvæðin töfðu framgang bryn-
vagnanna. Tangarsókninni að Kiev, sem í
áætlunum Hitlers átti að leggja í rúst allan
rússneskan herafla á suðurvíglínunni lauk
ekki fyrr en 26. september. Tala handtek-
inna var 665.000 manns. Samt hafði þessi
nýi sigur ekki leyst meginvanda yfirstjórn-
arinnar þýzku: rauði herinn var enn ekki
úr sögunni. Vissulega var orrustan í Úkra-
ínu og taka Kiev mikill taktískur sigur fyr-
ir þýzka herinn, en Guderian gerir þá at-
hugasemd að það: „sé vafasamt að þessi
taktíski sigur hafi miklar herfræðilegar af-
leiðingar". Það var alveg komið að septem-
berlokum. Haustrigningamar voru byrjað-
ar. Sveitir, vegir og troðningar flutu í leðju.
Vélahersveitir Þjóðverja sátu fastar.
Miðherinn undir stjórn von Bocks tók
aftur upp sóknina 2. október. Þann 8. októ-
ber tókst að brjóta upp víglínu Rússa og
borgin Orel, skipulagsmiðstöðin utan
Moskvu féll í hendur Þjóðverjum. Þennan
dag kallaði Otto Dietrich, blaðafulltrúi
Kanslaraskrifstofunnar, fréttaritara er-
lendra blaða á sinn fund í Berlín. Hann
skýrði þeim frá því að: „herir Timosjenkos
marskálks væru innilokaðir í stálkjöftum
tveggja tangarsókna í nágrenni við
Moskvu“, að „nýlega hefði brostið flótti í
lið Budjennís marskálks", að „hinar tíu
herdeildir Vorosjílovs marskálks væru nú
umkringdar í nágrenni Leníngrað". Niður-
staða hans var: „Hernaðarlega er tilveru
Rússa lokið“.
En leiðin til Moskvu lá samt ekki opin
fyrir þýzka hernum. Frá 2. til 20. október
stóðu tvær miklar umkringingarorrustur
um Vjasma og Brjansk. 650.000 fangar eru
teknir af Rússum og um það bil 1200 vagn-
ar. Samt nægir þessi feykilegi ósigur ekki
til að brjóta niður mótstöðuna. Blumenritt
hershöfðingi segir ennfremur: „Nú þegar
Moskva er svo til í augsýn byrjar að draga
kjarkinn bæði úr yfirmönnum og óbreytt-
um hermönnum. Andspyrna Rússanna
harðnar og bardagarnir verða grimmilegri
___Margar herdeildir okkar eru ekki orðn-
ar nema 60 til 70 manns. Veturinn nálgast
óðfluga og enn hafa okkur ekki borizt hlý
föt ... Á bakvið víglínuna, skógana og
fenin hópast skæruliðarnir saman og fyrir
þátttöku þeirra finnum við óspart. Birgða-
flutningasveitir okkar verða sífellt fyrir
árásum." í byrjun nóvember skrifaði Gude-
rian í bréfi: „Það gengur sannarlega ekki
vel fyrir okkur því fjandmaðurinn vinnur
tíma og við erum alltaf að nálgast veturinn
með áform okkar. Ég er altekinn djúpri
72