Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 67
GÍSLI KOLBEINSSON
Á Grænlandsmiðum
TOGARINN klauf silfurgráa undirölduna og á milli hryggjanna léku sér
skuggar og hafið bjó yfir duldu lífi og leyndardómum.
Það var þoka og skipið sigldi með hægri ferð. Á þessum slóðum mátti bú-
ast við ísreki og jafnvel borgarísj ökum og skipstjórinn rýndi í ratsjána og
þeir höfðu mann á verði frammá hvalbaknum. í þrjár klukkustundir höfðu
þeir lónað svona suður á bóginn, því þeir voru að skipta um mið og toghler-
arnir héngu í keðjunum úti á síðunni, en slapandi afturhlerinn stakkst undir
vatnsborðið og dróst með skriði skipsins og ruddi boðaföllum á undan sér.
Svo sá skipstjórinn lítinn hvítan punkt á ratsj árskífunni og sagði: — Komdu
í bakborða.
Hásetinn við stýrið sneri hjólinu og skipið tók að sveigja í borðið og þoku-
veggurinn rann hjá stefninu eins og múr úr óræðu efni.
— Bátur á stjórnborða! kallaði maðurinn á hvalbaknum.
— Bátur?
Skipstjórinn hvarf frá ratsjánni og stakk höfðinu út um einn gluggann, og
þarna úti þar sem gráminn leystist sundur í þröngan sjónhring eins og lítil
vök á ísbreiðu, þar kom lítil kæna í ljós og sjómennina rak í rogastanz, því
þeir voru um fjörutíu sjómílur út af vesturströnd Grænlands.
— Kannski mannlaus og á reki, sagði hásetinn við stýrið.
— Það er maður í honum og hann veifar, sagði skipstjórinn og teygði
höndina í vélsímann og hringdi á stopp. Vélarslögin hættu og togarinn rann
með tíguleika stálskipsins upp að þessu litla fleyi. Síðan hringdi skipstjórinn
á afturábakferð til að taka skriðinn af skipinu.
Þeir höfðu verið nokkrir aftur í borðsal að skeggræða og nú komu þeir út
á þilfarið að forvitnast um hvað væri á seyði. Þeir röðuðu sér meðfram borð-
stokknum miðskips og störðu hljóðir á bátinn og manninn, sem hafði sezt
undir árar og reri þennan stutta spöl að togaranum. Þeir struku hálfsmánaðar-
gamalt skeggið á hökunni og veltu þessu fyrir sér, en maðurinn í bátnum
skimaði yfir öxl sér, dró inn árarnar og seildist upp á borðstokksbrúnina.
57