Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og sérfræðingurinn segir í sögunni Kónga- liljur. En í þessum heimi verSur jafnvel góSleikinn ekki söpupersónum Ástu til bjargar: þegar hin fordrukkna stúlka ætlar aS sýna hefSarmanninum þakklæti sitt fyr- ir þaS hve mikiS hann var búinn aS gera fyrir hana endar allt meS ósköpum í baS- herberginu! Þessar sögur eru misjafnar aS gæSum, þótt þær beri allar vott um mikla kunnáttu. Þrjár þær fyrstu: Sunnudagsmorgunn til mánudagsmorguns, Gatan í rigningu, Draumurinn og / hvaSa vagni eru allar meistaralega vel gerSar, laugaSar kaldrana- legri gamansemi, er hylur harminn, sem undir býr, hispurslausar, án tæpitungu, svo sem efninu hæfir. í þessum sögum er engu ofaukiS, ekkert vansagt. Einkum er Draum- urinn átakanleg saga, ljóSræn og hvöss í senn. Þá er eg illa svikinn, ef sú saga verS- ur ekki tekin í úrvalssöfn íslenzkra smá- sagna. Seinasta saga bókarinnar, MaSurinn og húsiS hans, er nærfærnisleg frásögn um hina hljóSlátu gleSi, sem lífiS veitir fátæk- um gömlum manni og þurftarlitlum, er blessar kaffiS sitt og kofann sinn, sáttur viS alla menn og á sér aSeins þá ósk, aS mega deyja í þessum kofa. Bókin endar í friS- sælli lygnu, stormana hefur lægt. Kannski hefur skáldkonan viljaS meS þessu draga úr áhrifum næstsíSustu sögu bókarinnar, Dýrasögunnar, sem lýkur í örvæntingu. Þetta er grimmúSug saga um mannlegan sadisma: og svo hleypur stóra, stóra dýriS á eftir litla dýrinu, svona svona hart, — en þaS er ekkert hrætt og ekkert þreytt eins og litla dýriS — því þykir bara voSa gam- an, þetta er leikurinn þess — eins og kisu þykir svo gaman aS kvelja litlu músina áS- ur en hún drepur hana — voSa, voSa gam- an. ÞaS er stjúpinn sem kvelur litlu stjúp- dóttur sína meS því aS segja henni þessa dýrasögu í myndum. En þetta er ekki aS- eins saga um sadisma. Þetta er sagan um stórveldiS og smáþjóSina, og íslenzkur les- andi getur sjálfur ráSiS í, hvaS viS er átt: Litla dýriS átti enga von —- þaS var dauSa- dæmt og komst aldrei í holu sína. ÞaS er von mín aS Ásta SigurSardóttir haldi áfram aS segja okkur sögur. Sverrir Kristjánsson. GuSmundur Daníelsson: Sonur minn Sinfjötli Skáldsaga. ísafoldarprentsmiSja 1961. Átæpum þrem áratugum hefur GuS- mundur Daníelsson sent frá sér á þriSja tug bóka, skáldsögur, ferSaþætti, leikrit og ljóS. Tvær síSustu skáldsögur hans eru sögulegar og efni hinnar síSustu sótt langt aftur í aldir, rakinn þráSur Völs- ungasögu, en fræSimenn telja hana stySjast viS atburSi á fjórSu og fimmtu öld eftir burS Krists. GuSmundur Daníelsson hefur samiS skáldsögu sína upp úr tíu fyrstu kapítulum Völsungasögu, þar sem segir frá Völsungi konungi á Saxlandi, Sigmundi syni hans og Signýju dóttur, brúSkaupi Signýjar og Sig- geirs konungs á Gautlandi, þar segir frá því er Siggeir sveik tengdaföSur sinn og mága og gekk af þeim dauSum öllum nema Sig- mundi er leyndist á annan áratug í mörk- inni og beiS þess aS koma fram hefndum. GuSmundur virSist rekja söguþráS Völs- ungasögu all nákvæmlega og víkur hvergi frá heimild sinni stórvægilega. í dulargervi leggst Signý meS bróSur sínum í jarShúsi hans, elur síSan son þeirra, Sinfjötla, og er allt í því skyni gert aS „varSveita nú Völs- ungakyni veg Völsunga." Ekki veit Siggeir annaS en Sinfjötli sé réttborinn sonur hans sjálfs og tekst Signýju þannig aS „leiSa 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.