Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR herrar Metternichs, áttu hundraðfalt skilið ádrepu Heines: „Þetta er hjörð lyginnar, þetta eru böðlar Helga- bandalagsins, viðreisnarmenn eymd- arinnar, allra hryllinga og asnastrika fortíðarinnar.“ Ef við eigum að unna þýzku róm- antíkinni og öðrum skyldum hreyf- ingum sannmælis, verðum við að gera okkur grein fyrir innri andstæðum þeirra, uppreisnartilhneigingunni gegn borgaraheimi kapítalismans engu síður en villandi raunveruleika- túlkun, eða afturhaldssamri samstöðu með öflum fortíðarinnar. í mörgum síðar tilkomnum bókmennta- og lista- stefnum má sjá þennan sama klofn- ing, mótmælin gegn borgaraskapnum, gegn vél kapítalismans, en jafnframt ótta við róttæka samkvæmni, flótta til rómantískra sýndarlausna, sem hafna í afturhaldssemi. Þýzka rómantíkin er eins og fyrirmynd allra þessara tví- klofnu stefna, sem myndast meðal menntamanna hins kapítalíska heims — alla götu til expressjónisma, fútúr- isma og surrealisma. Þessi klofning birtist líka í því, að íhaldssemin varð ekki leið allra þýzkra rómantíkera, heldur urðu Heinrich Heine og Niku- laus Lenau að byltingarmönnum og aðrir, eins og Uhland og Eichendorff fylltu aldrei „hjörð lyginnar“. Gagnrýni rómantíkurinnar þróað- ist að hluta fram til raunsærrar gagn- rýni. Ekki má láta það liggja í þagn- argildi hvernig rómantík og raunsæi eru samanslungin í höfundum eins og Byron og Scott, Kleist og Grillparzer, Hoffmann og Heine, og líka í Sten- dhal og Balzac, Púskín og Gógól, svo að ýmist er sterkari rómantíska eða raunsæa tilhneigingin. Einn mikill raunsæishöfundur hins síðborgara- lega heims, Thomas Mann, á rætur sínar djúpt í arfi þýzkrar rómantíkur, í leiftrandi fjölræðu háði hennar, sem hann sjálfur skilgreinir sem „refil- stigu frumhvatanna“. Alþýða og alþýðulist Veigamikill þáttur rómantíkurinn- ar, og þá ekki einungis þeirrar þýzku, er hugtak sem hún þróaði: „Al- þýða“ og „alþýðleiki“. í leit sinni að glataðri einingu, að samræmi ein- staklings og heildar, í mótmælunum gegn firringu (Entfremdung) kapítal- ismans, uppgötvuðu rómantíkerarn- ir þjóðkvæðið, alþýðulistina, þjóð- fræðin og hófu upp boðskap hins „líf- rænt“ uppvaxna, þjóðardjúpsins. Þetta rómantíska hugtak um alþýð- una, sem á að vera utan og ofan við allar stéttir og undirstaðan í einhverri skapandi „þjóðarsál“, hefur valdið ruglingi allt fram á okkar daga og oft er talað um „alþýðu“ án þess að gera sér með því nokkuð ákveðið í hugar- lund. Alþýðulistinni var teflt fram sem hinu „sjálfsprottna“ gegnt hinu „viljabundna“ í annarri list, og í „nafnleysi“ sínu var hún álitin vera sjálfstætt sköpunarverk einhverrar 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.