Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
herrar Metternichs, áttu hundraðfalt
skilið ádrepu Heines: „Þetta er hjörð
lyginnar, þetta eru böðlar Helga-
bandalagsins, viðreisnarmenn eymd-
arinnar, allra hryllinga og asnastrika
fortíðarinnar.“
Ef við eigum að unna þýzku róm-
antíkinni og öðrum skyldum hreyf-
ingum sannmælis, verðum við að gera
okkur grein fyrir innri andstæðum
þeirra, uppreisnartilhneigingunni
gegn borgaraheimi kapítalismans
engu síður en villandi raunveruleika-
túlkun, eða afturhaldssamri samstöðu
með öflum fortíðarinnar. í mörgum
síðar tilkomnum bókmennta- og lista-
stefnum má sjá þennan sama klofn-
ing, mótmælin gegn borgaraskapnum,
gegn vél kapítalismans, en jafnframt
ótta við róttæka samkvæmni, flótta til
rómantískra sýndarlausna, sem hafna
í afturhaldssemi. Þýzka rómantíkin
er eins og fyrirmynd allra þessara tví-
klofnu stefna, sem myndast meðal
menntamanna hins kapítalíska heims
— alla götu til expressjónisma, fútúr-
isma og surrealisma. Þessi klofning
birtist líka í því, að íhaldssemin varð
ekki leið allra þýzkra rómantíkera,
heldur urðu Heinrich Heine og Niku-
laus Lenau að byltingarmönnum og
aðrir, eins og Uhland og Eichendorff
fylltu aldrei „hjörð lyginnar“.
Gagnrýni rómantíkurinnar þróað-
ist að hluta fram til raunsærrar gagn-
rýni. Ekki má láta það liggja í þagn-
argildi hvernig rómantík og raunsæi
eru samanslungin í höfundum eins og
Byron og Scott, Kleist og Grillparzer,
Hoffmann og Heine, og líka í Sten-
dhal og Balzac, Púskín og Gógól, svo
að ýmist er sterkari rómantíska eða
raunsæa tilhneigingin. Einn mikill
raunsæishöfundur hins síðborgara-
lega heims, Thomas Mann, á rætur
sínar djúpt í arfi þýzkrar rómantíkur,
í leiftrandi fjölræðu háði hennar, sem
hann sjálfur skilgreinir sem „refil-
stigu frumhvatanna“.
Alþýða og alþýðulist
Veigamikill þáttur rómantíkurinn-
ar, og þá ekki einungis þeirrar þýzku,
er hugtak sem hún þróaði: „Al-
þýða“ og „alþýðleiki“. í leit sinni að
glataðri einingu, að samræmi ein-
staklings og heildar, í mótmælunum
gegn firringu (Entfremdung) kapítal-
ismans, uppgötvuðu rómantíkerarn-
ir þjóðkvæðið, alþýðulistina, þjóð-
fræðin og hófu upp boðskap hins „líf-
rænt“ uppvaxna, þjóðardjúpsins.
Þetta rómantíska hugtak um alþýð-
una, sem á að vera utan og ofan við
allar stéttir og undirstaðan í einhverri
skapandi „þjóðarsál“, hefur valdið
ruglingi allt fram á okkar daga og oft
er talað um „alþýðu“ án þess að gera
sér með því nokkuð ákveðið í hugar-
lund. Alþýðulistinni var teflt fram
sem hinu „sjálfsprottna“ gegnt hinu
„viljabundna“ í annarri list, og í
„nafnleysi“ sínu var hún álitin vera
sjálfstætt sköpunarverk einhverrar
44