Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 83
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941
hryggð. Tækifærið einstæða til að gera
stórárás fjarlægist ögn með hverjum degin-
um og ég veit ekki hvort það kemur nokk-
urntíma aftur.“ Rauði herinn heldur alltaf
áfram að gera gagnárásir þrátt fyrir ógnar-
manntjón í Ukraínu og á Moskvuvígstöðv-
unum. 9. nóvember verður 24. bryndreka-
deildin þýzka að snúa sókn í vöm gegn
skörpum og kröftugum áhlaupum Rússa.
Þann 12. nóvember féll hitastigið niður í
15 gráður undir frostmarki. Þann 13. nóv-
ember sýndi mælirinn — 22. Þann sama
dag barst til stjórnarstöðva hers von Bocks
í Orcha ný tilskipun frá yfirmanni herfor-
ingjaráðsins, Halder, um „haustsóknina
1941“. Ákvörðunarstaður bryndrekasveita
Guderians var Gorki, áður Nisjni-Novgo-
rod, 500 kílómetrum framanvið þann stað,
sem fremstu sveitir Þjóðverja höfðu þá á
valdi sínu. Guderian rauk upp og sagði að
þýzki herinn væri „ekki lengur í Frakk-
landi né heldur væri maímánuður". I
skýrslu, sem hann skrifaði þegar um kvöld-
ið til Von Bocks, segir hann „að bryndreka-
sveitirnar séu ekki í ástandi til að fram-
kvæma slíka fyrirskipun“. Hitler hélt samt
höstuglega til streitu fyrirskipunum sínum.
Þann 16. nóvember hóf þýzki herinn nýja
sókn á Moskvuvíglínunni. Hann beitti 51
herfylki, þar af 13 brynvörðum.
Eftir tíu daga harða bardaga náði þýzki
herinn fram til Moskva-Volga skurðarins
með þann liðsafla sem sótti fram að norð-
anverðu, en það voru 12 herfylki, þar af 7
stórfylki 4. vélahersins. Rússarnir hörfuðu,
en fet fyrir fet. Sveitir Rokossovskís hers-
höfðingja yfirgáfu stöðvar sínar í Istra en
veittu stöðugt viðnám. Að sunnanverðu nálg-
uðust bryndrekar Guderians smám saman
Túla að austan og ógnuðu Kachira. Mundi
Moskva falla? Nú var í rauninni svo komið
að grunsemdir þær sem Guderian hafði lát-
ið í Ijós í ágúst fóru að rætast með hverjum
deginum sem leið. Þrátt fyrir stórfenglega
sigra og sókn Þjóðverja langt inná land-
svæði Rússlands var nú Barbarossaáætlun-
in að mistakast og um það yrði ekki bætt.
Hvergi hafði tekizt að brjótast gegnum
sovézku víglínuna svo að máli skipti. Alls
staðar var rauðiherinn óðara kominn til að
byggja upp nýjar varnarlínur. í skipun
sinni 2. október hafði Hitler skrifað: „Skil-
yrðin fyrir hina voldugu lokaárás eru þegar
fyrir hendi. Hún á að leiða til uppgjafar
óvinarins fyrir veturinn. Nú hefst síðasta
og mesta orrustan." Nú var sókn Þjóðverja
ekkert sambærileg við áhlaup þeirra í júní
og júlí við Minsk og Smolensk. Framvegis
var þetta niðurlotaorrusta.
Vélaherdeildum Þjóðverja gekk erfið-
lega að athafna sig nema á aðalvegunum,
og þegar nær dró Moskvu rákust þær á
skurði, sem fólkið úr úthverfum Moskvu
hafði grafið í veg fyrir þá. Skriðdreka-
varnarlið Rússa var nú búið nýjum vopn-
um, einkum 76 mm byssum, sem gerðu mik-
inn usla í tækjum Þjóðverja. Lið þeirra lá
undir árásum steypiflugvéla (Stormovik).
Flugfloti Sovétríkjanna, sem yfirmenn
Þjóðverja héldu sig hafa gert útaf við í eitt
skipti fyrir öll á fyrstu vikum stríðsins
kom nú aftur tvíefldur fram á sjónarsviðið
með endurbættar flugvélar, orrustuflugvél-
ar af Yak-gerð og Iljúsín-sprengjuflugvélar.
Sókn Þjóðverja þokaðist nú aðeins um
nokkra kílómetra á dag og rakst sífelldlega
á nýjar og nýjar varnarlínur. Eftir því sem
Halder segir höfðu Þjóðverjar misst 743
þús. manns á austurvígstöðvunum í nóvem-
berlok, það var 23% af liði því, sem þeir
beittu alls.
1. desember hafði verið sleginn hálfhring-
ur um höfuðborg Sovétríkjanna. 4. skrið-
drekasveitin undir stjóm Hoepners, sú 3.
undir stjórn Hoths, 2. vélaherdeild Gude-
rians gera nú lokatilraunina. Þegar á kvöld-
ið leið tilkynnti von Bock Halder, að flokk-
ar sínir væru farnir að hörfa fyrir óhaggan-
73