Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 59
LIST OG KAPÍTALISMI
borgaralega þjóðfélags lagt grund-
völlinn að vinnubrögðum raunsæis-
ins, aðferð hinnar gagnrýnandi túlk-
unar á heimi sem við skiljum að bygg-
ist á andstæðum. Tilraunin til að sýna
þennan þjóðfélagsveruleika öldungis
leyndarlaust, í öllu hans díalektíska
samhengi hefur einkum orðið stór-
fenglega árangursrík í Englandi og
Frakklandi, í Rússlandi og Ameríku;
en rétt eins og rómantíkin hafði sín
séreinkenni í Þýzkalandi og Austur-
ríki þá var líka þróim raunsæisins
takmörkuð í þessum löndum, og á-
rangurinn minni en þar sem kapítal-
isminn komst fyrr á og með róttækara
hætti, ellegar þar sem yfirgengileg
vanþróun efnalegra og þjóðfélags-
legra afla sameinaði allar stéttir og
hópa þj óðfélagsins gegn ríkjandi
skipulagi og sprengikynjuð spenna
skapaðist undir þessu ógnarfargi og
þjappaði byltingaröflunum saman.
L 'art pour 1 'art
Jafnframt hinni þj óðfélagskryfj -
andi og gagnrýnandi raunsæisstefnu
þróaðist í borgaraheimi eftirbylting-
aráranna fyrirbæri í ætt við róman-
tíkina; „L’art pour l’art“, listin fyrir
listina. Þessi afstaða, sem jafn mikið
og eðlisraunsætt skáld og Baudelaire
gerði að sinni, er líka andóf við flatn-
eskjulegum nytsemissjónarmiðum,
innantómri verzlunarnáttúru borgara-
stéttarinnar. Þetta var ákvörðun: í
veröld, sem allt gerir að markaðsvöru,
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
má listamaðurinn ekki framleiða fyr-
ir markaðinn. Samt hefur Walter
Benjamin leitazt við að sanna hið
gagnstæða í frumlegum skýringum
sínum við verk Baudelaires. Hann
segir: „Afstaða Baudelaires til bók-
menntamarkaðsins: Eftir sína djúp-
stæðu reynslu af eðli vörunnar var
Baudelaire fært eða kannske nauðug-
ur einn kostur að viðurkenna mark-
aðinn sem raunverulegan æðstadóm
... Baudelaire þurfti að komast að
með lj óð sín og varð til þess að bola
öðrum burt... í ljóðum hans finnast
atriði, sem einungis eru til þess að
bola burt keppinautum.“
Samt langar mig til að halda til
streitu því sem ég skrifaði fyrir all-
mörgum árum: „Gegnt sjálfsánægju-
heimi borgarans reisti Baudelaire
goðmynd fegurðarinnar. Starblind-
um oddborgara, blóðlausum fagur-
kera er fegurðin ekki annað en flótti
frá veruleikanum, náðarmynd sæt-
leikans, auðfengin hugarhægð — en
sú fegurð, sem fram gengur af verk-
um Baudelaires, er steingerð risa-
mynd, ströng og miskunnarlaus ör-
lagagyðja. Hún er eins og erkiengill-
inn með logasverðið. Tillit hennar af-
hjúpar og fordæmir þann heim þar
sem Ijótleiki, hversdagsleiki og ó-
mennska ráða ríkjum. Fyrir geislandi
nekt hennar birtist sú neyð sem breitt
var yfir, faldir sjúkdómar, duldir lest-
ir. Það er eins og siðmenning kapítal-
ismans stæði frammi fyrir óvenjuleg-
49
4