Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 47
LIST OG KAPÍTALISMI
IðnaSurinn framleiðir gæðin, sem
sparsemin hleður upp“ (A. Smith,
Wealth of Nations): Semsé, sparið,
sparið, þ. e. a. s., breytið sem mestu
af gildis- eða afurðaaukanum í auð-
magn: Samþjöppun, samþjöppunar-
innar vegna, framleiðsla framleiðs-
unnar vegna. Þetta er formúla hinnar
kapítalísku hagfræði um sögulegt
hlutverk borgarastéttarinnar“. Vita-
skuld skapar auðsöfnun kapítalistans
líka nýjan lúxus, en sóun kapítalist-
ans kemst, eins og Karl Marx segir,
aldrei til jafns við „bona fide“ (ein-
lægnis) eiginleikana í eyðslusemi hins
örláta lénsherra. Miklu fremur eru að
baki henni „óhrein nízkan og kvíða-
full útsjónarsemin“. Lúxus kapítalist-
ans er annarsvegar fullnæging einka-
þarfa, hinsvegar útsmogin sýning á
ríkidæminu í auglýsingaskyni, Kapí-
talisminn er þj óðfélagsafl, sem í meg-
inatriðum er ekki vinsamlegt list, og
venjulegur kapítalisti þarf ekki á
henni að halda til annars en að skreyta
í kringum sig í einkahíbýlum ellegar
til að ávaxta fé. A hinn bóginn er það
staðreynd að kapítalisminn hefur
leyst úr læðingi mikil öfl, og það ekki
einungis í efnahagslegri heldur engu
síður í listrænni framleiðslu, að rof
fornra félagslegra tengsla hefur sett
listamanninn í nýjan vanda, en líka
vakið í honum nýja tjáningarþörf,
fengið honum ný tjáningarform. Það
varð ekki lengur komizt af með smá-
vægileg tilbrigði í gamalstj örfum stíl,
það staðbundna fásinni, sem skapaði
hann, var horfið, listin þróaðist í víð-
ara rúmi, á hraðfleygari tíma. Þó
kapítalisminn væri þannig frábitinn
listinni hefur hann samt ýtt undir út-
breiðslu fj ölbreyttrar, ríkrar, frum-
legrar listar.
Vandamál listarinnar í heimi kapí-
talismans birtust ekki heldur full-
skörp meðan borgarastéttin var rís-
andi stétt og listamaðurinn, sem að-
hylltist hugmyndir hennar, í samræmi
við beztu öfl alþýðunnar og gang
þj óðfélagsþróunarinnar.
í fyrstu lotu borgaralegs uppgangs,
renesansinum, eru þjóðfélagsafstæð-
urnar ennþá tiltölulega einfaldar.
Verkagreiningin er enn ekki komin í
þröng og föst form. Persónuleiki
borgarans mótast og styrkist af alls-
nægtum hinna nýju framleiðsluafla,
borgaralegir nýgræðingar, sem brot-
izt hafa til valda (og furstarnir, sem
vinna með borgarastéttinni) eru stór-
huga vinnuveitendur, hinn skapandi
maður hefur mikið umleikis, hann
er náttúruskoðari, uppfinningamað-
ur, verkfræðingur, arkítekt, mynd-
höggvari, málari, rithöfundur oft í
einni og sömu persónu, einlægur já-
bróðir sinnar samtíðar og segir hug
sinn allan í fagnaðarópinu: „Nautn
er að lifa!“ I annarri lotu þessarar
þróunar rís borgarastéttin upp, það er
bylting hins borgaralega lýðræðis,
sem nær einstæðum hápunkti í Frakk-
landi: enn ber listamaðurinn fram
37