Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 47
LIST OG KAPÍTALISMI IðnaSurinn framleiðir gæðin, sem sparsemin hleður upp“ (A. Smith, Wealth of Nations): Semsé, sparið, sparið, þ. e. a. s., breytið sem mestu af gildis- eða afurðaaukanum í auð- magn: Samþjöppun, samþjöppunar- innar vegna, framleiðsla framleiðs- unnar vegna. Þetta er formúla hinnar kapítalísku hagfræði um sögulegt hlutverk borgarastéttarinnar“. Vita- skuld skapar auðsöfnun kapítalistans líka nýjan lúxus, en sóun kapítalist- ans kemst, eins og Karl Marx segir, aldrei til jafns við „bona fide“ (ein- lægnis) eiginleikana í eyðslusemi hins örláta lénsherra. Miklu fremur eru að baki henni „óhrein nízkan og kvíða- full útsjónarsemin“. Lúxus kapítalist- ans er annarsvegar fullnæging einka- þarfa, hinsvegar útsmogin sýning á ríkidæminu í auglýsingaskyni, Kapí- talisminn er þj óðfélagsafl, sem í meg- inatriðum er ekki vinsamlegt list, og venjulegur kapítalisti þarf ekki á henni að halda til annars en að skreyta í kringum sig í einkahíbýlum ellegar til að ávaxta fé. A hinn bóginn er það staðreynd að kapítalisminn hefur leyst úr læðingi mikil öfl, og það ekki einungis í efnahagslegri heldur engu síður í listrænni framleiðslu, að rof fornra félagslegra tengsla hefur sett listamanninn í nýjan vanda, en líka vakið í honum nýja tjáningarþörf, fengið honum ný tjáningarform. Það varð ekki lengur komizt af með smá- vægileg tilbrigði í gamalstj örfum stíl, það staðbundna fásinni, sem skapaði hann, var horfið, listin þróaðist í víð- ara rúmi, á hraðfleygari tíma. Þó kapítalisminn væri þannig frábitinn listinni hefur hann samt ýtt undir út- breiðslu fj ölbreyttrar, ríkrar, frum- legrar listar. Vandamál listarinnar í heimi kapí- talismans birtust ekki heldur full- skörp meðan borgarastéttin var rís- andi stétt og listamaðurinn, sem að- hylltist hugmyndir hennar, í samræmi við beztu öfl alþýðunnar og gang þj óðfélagsþróunarinnar. í fyrstu lotu borgaralegs uppgangs, renesansinum, eru þjóðfélagsafstæð- urnar ennþá tiltölulega einfaldar. Verkagreiningin er enn ekki komin í þröng og föst form. Persónuleiki borgarans mótast og styrkist af alls- nægtum hinna nýju framleiðsluafla, borgaralegir nýgræðingar, sem brot- izt hafa til valda (og furstarnir, sem vinna með borgarastéttinni) eru stór- huga vinnuveitendur, hinn skapandi maður hefur mikið umleikis, hann er náttúruskoðari, uppfinningamað- ur, verkfræðingur, arkítekt, mynd- höggvari, málari, rithöfundur oft í einni og sömu persónu, einlægur já- bróðir sinnar samtíðar og segir hug sinn allan í fagnaðarópinu: „Nautn er að lifa!“ I annarri lotu þessarar þróunar rís borgarastéttin upp, það er bylting hins borgaralega lýðræðis, sem nær einstæðum hápunkti í Frakk- landi: enn ber listamaðurinn fram 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.