Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 14
HVER GLEYMDI AÐ GLEÐJA AFMÆLISBARNIÐ?
T-|EGAR háskóli vor varÓ hálfrar aldar gamall á síðastliðnu hausti bárust honum gjafir
víðs vegar að, erlendar og innlendar. Tvö stórveldi heimsins minntust hans rausnar-
lega, Reykjavíkurbær gaf honum dýrmætar lóðir, ríkisstjórn íslands var að vísu naum,
svo sem eðlilegt er í allri viðreisninni, en sýndi samt lit, stúdentar og menntamenn ís-
lenzkir gáfu fagurt listaverk, og eru þeir þó ekki of vel haldnir af þessa heims gæðum.
Ein gjöf vakti þó sérstaka athygli: norskur auðmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið,
gaf háskólanum 2 milljónir króna. Það er þessi síðasttalda gjöf, er vekur mann til nokk-
urra hugleiðinga um háskólaafmælið.
Og þær hugleiðingar hljóta að hefjast á þessari spurningu: Er engin borgarastétt til á
íslandi? Ef hún er til, hvar var hún þá stödd á afmælisdegi háskólans? Hví var hún ekki
í hópi þeirra aðila, innlendra og erlendra, er komu til háskólans dona ferentes? Hvers
vegna skartaði íslenzk auðborgarastétt með fjarveru sinni, þegar æðsta menntastofnun
íslands hélt hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt? Olli þessu nízka, féleysi eða hugsunarleysi?
Maður hlýtur að spyrja, kannski verður einhver til að svara.
Ég býst við að fleiri en ég hafi roðnað fyrir íslands hönd, er liinn ókenndi norski maður
færði háskólanum þessa stórmannlegu gjöf, en engir íslenzkir auðborgarar né samtök
þeirra minntust hins fátæka menntaseturs. Þess hefur samt ekki orðið vart, að borgara-
stétt okkar hafi fundið til blygðunar vegna þessara veizluspjalla. Að minnsta kosti hefur
ekki borið á því opinberlega. Hún er jafn frökk eftir sem áður. Kannski hefur hún orðið
dálítið frekari, ef nokkuð er. Enn sem fyrr ætlar þessi stétt að lifa samkvæmt öfugum
málshætti örlátrar þjóðar: sælla er að þiggja en gefa! Því margar og miklar gjafir hafa
íslenzkri borgarastétt verið gefnar, og hún fær aldrei nóg. Henni hefur verið gefið vald til
að klippa krónuna okkar að vild sinni. Tollar eru lækkaðir henni til hagsbóta svo að hún
þurfi ekki að falla fyrir þeirri freistni að smygla vörum til landsins. Og í ráði er að lækka
á henni skattana svo að hún þurfi ekki að fremja skattsvik af ofmiklu blygðunarleysi.
Þetta allt fær hún aukreitis, til viðbótar við leyfi til að arðræna hvem vinnandi mann í
landinu. „Góð er tíund vor, herra!“ Það er sem sagt reynt að hlynna jafnt að fjárhag
hennar sem fjármálasiðgæði, með gjöfum og fríðindum. En hún telur sér ekki skylt að
gjalda gjafimar neinu.
Hin furðulega gleymska íslenzkrar borgarastéttar á afmælisdegi háskólans lýsir henni
betur en flest annað: áhugaleysi hennar og fullkomnu rænuleysi í menningarlegum efnum.
Það er því líkast sem hún telji sig engu skipta það hlutverk, sem háskóla okkar er á
hendur falið. Vísindaleg viðfangsefni æðstu menntastofnunar landsins eru henni tóm
„tjara“, svo talað sé á mállýzku æskulýðsins. í þeim efnum virðist stéttin hvorki skeyta
um skömm né heiður. Þó skortir hana sosum ekki merkilegheitin. Oftar en ekki leggur
þessi stétt sig að jöfnu við „atvinnuvegina" og er þá mjög ábyrgðarfull. En hún virðist
ekki hafa hugmynd um, að til sé Atvinnudeild við háskólann, sem þurfi að styrkja og efla.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er alveg grunlaus um tilveru Fiskideildar háskólans. Lands-
samband íslenzkra útgerðarmanna er einnig saklaust af þeirri vitneskju. Félag íslenzkra
stórkaupmanna virðist ekki heldur kannast við, að til sé Viðskiptadeild háskólans, svo að
eitthvað sé nefnt.
4