Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Eg þreif húfuna af gólfinu, þerrði í skyndi framan úr mér spónblað af svita, sýndi stúlkunni skeytið frá vini mínum og sagðist vera að leita að Alþingi. Hún las skeytið án nokkurra svipbrigða, eins og henni hefði þegar verið Ijóst, að hér stæði hún andspænis tilvonandi embættismanni. Ég skal vísa þér á skrifstofuna, sagði hún síðan og benti mér að koma með sér upp stiga fyrir enda gangsins. Við eigum eftir að kynnast, bætti hún við. Ég vinn í fata- geymslu þingsins. Mér þótti kyrrlátur hreimurinn í rödd hennar svo blátt áfram og viðkunn- anlegur, að hvorttveggja rénaði nokkuð, emhættisskj álftinn og hræðslan við ímynd fallvaltleikans, beinagrindina í stofu læknadeildar. Hinsvegar hrasaði ég í stiganum, þegar ég áræddi að skotra augunum á stúlkuna, og fékk með naumindum varizt háskalegri byltu. Mér flaug sem sé í hug að mógullnir lokk- ar hennar hlytu að vera einstaklega mjúkir. Stundarfjórðungi síðar var ég orðinn þingsveinn og búinn að fræðast um embættisskyldur mínar, sem voru hvergi nærri eins margbrotnar og ég hafði gert mér í hugarlund, en ægðu mér samt í fyrstu. Ég taldi viðbúið að kynni mín af höfuðborginni dygðu mér varla í sendiferðum út um hvippinn og hvappinn, eða þegar ég færi að bera dagskrá heim til þingmanna á morgnana; en einkum hraus mér þó hugur við þeirri kvöð að eiga að hætta mér inn til leiðtoga þjóðarinnar meðan þeir sætu á rökstólum, útbýta þingskjölum jafn- óðum og þau bærust úr prentsmiðjunni. Það stappaði ekki í mig stálinu, þótt undarlegt megi virðast, heldur jók ábyrgðarþungann á herðum mér, að emb- ættisbræður mínir, fjórir talsins, voru bæði yngri en ég og lægri í loftinu, einn þeirra meira að segja í stuttbuxum. Ég veik mér að honum og spurði í hálfum hljóðum hvort ég ætti að ganga á röðina og heilsa þingmönnum með handabandi. Heilsa köllunum, ertu vitlaus maður! Það má ekki trufla þá þegar þeir eru að rífast! Mér dámaði ekki svo glannalegt orðbragð um þjóðkjörna fulltrúa á elztu löggjafarsamkundu í heimi. Allt um það var ég fjarska þakklátur þessum unga embættisbróður mínum þegar hann bauðst til að kenna mér að útbýta ný- komnum þingskjölum: Taktu breytingartillöguna, ég skal taka frumvarpið, sagði hann og gekk síð- an á undan mér inn í neðri deild, hóf hringferð um þennan geysilega sal, ófeiminn og veraldarvanur, þrátt fyrir stuttbuxurnar. Ég álkaðist á eftir honum og gætti þess að fara að öllu eins og hann, en 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.